Tappi Tíkarrass Pönksveit

Í bókinni Stuð vors lands segir dr. Gunni frá hljómsveitinni Jam 80 sem stofnuð var af Eyþór Arnalds söngvara og Eyjólfi Jóhannssyni gítarleikara úr hljómsveitinni Kolossus. Auk þeirra félaga voru í bandinu Jakob Magnússon bassaleikari og Björk Guðmundsdóttir. „Jam 80 þróaðist út í Tappa tíkarrass á vormánuðum 1981. Tappinn, án Bjarkar sem var í Frakklandi, tók upp demó hjá Didda fiðlu í Stemmu í ágúst. Þá hafði Oddi Sigurbjörnssyni trommara verið stolið frá Exodus.“ (Stuð vors lands, 282)

Wikipedia-grein um bandið skilgreinir sveitina sem pönk/popp-sveit sem starfaði 1981-1983. Sveitin gaf út tvær plötur, kom fram í heimildarmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík (1982) og kom að gerð tónlistar við kvikmynd Þráins Bertelssonar Nýtt líf (1983). Sveitin hætti formlega 20. desember 1983 (Stuð vors lands, 284).

Eftirtaldir voru á einhverjum tímapunkti meðlimir sveitarinnar:

  • Björk Guðmundsdóttir - söngur, hljómborð
  • Eyjólfur Jóhannsson - gítar (1981-1983)
  • Eyþór Arnalds - söngur
  • Guðmundur Þór Gunnarsson - trommur (1982-1983)
  • Gunnar FSigurbjarnason
  • Jakob Smári Magnússon - bassi
  • Oddur F. Sigurbjarnason - trommur (1981)

Hrjóðrit

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Björk Guðmundsdóttir Söngkona og Hljómborðsleikari 1981 1983
Eyþór Arnalds Söngvari 1981 1982
Jakob Smári Magnússon Bassaleikari 1981 1983

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.11.2014