Hawaii-tríóið Hljómsveit

Hilmar Skagfield hafði smíðað sér hawaiigítar og stofnaði tríóið sumarið eða haustið 1946 ásamt Trausta Thorberg sem lék á rafmagnsgítar og Ólafi Maríussyni sem lék á klassískan gítar. Tríóið var vinsælt númer á skemmtunum og lék einnig í útvarpið. Trausti hætt rúmu ár síðar þegar hann gekk til liðs við sextett Kristján Kristjánssonar sem fyrst kom fram í Mjólkurstöðinni 3. október 1947. Ólafur Gaukur kom í stað Trausta og skömmu síðar Eyþór Þorláksson. Upp frá því kallaði hópurinn sig Hawaii-kvartettinn.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Hilmar Skagfield Gítarleikari 1946-06/08 1947-09/11
Ólafur Gaukur Þórhallsson Gítarleikari 1947-09/11 1947-09/11
Ólafur Maríusson Gítarleikari 1946-06/08 1947-09/11
Trausti Thorberg Gítarleikari 1946-06/08 1947-09/11

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.10.2015