Karlakór Selfoss Kór

Veturinn 1964-1965 komu nokkrir félagar sem unnu hjá Mjólkurbúi Flóamanna saman og æfðu söng sér til gamans, þeir skemmtu svo á þorrablóti Mjólkurbúsins og þótti takast vel, það varð til þess að þeir leituðu til fleiri manna með þá hugmynd að stofna karlakór og fengu víða góðar undirtektir. Stofnfundur kórsins var haldinn 2. mars 1965 og voru þar mættir 25 menn. Þá voru um það bil tíu ár liðin síðan síðast starfaði karlakór á Selfossi, Karlakórinn Söngbræður hafði hætt starfsemi árið 1954 þá átta ára gamall. Nokkrir þeirra sem í þeim kór höfðu verið mættu nú til leiks á ný ...

Stjórnendur Karlakórs Selfoss:

  • Guðmundur Gilsson 1965-1966
  • Einar Sigurðsson 1966-1968
  • Pálmar Þ. Eyjólfsson 1968-1970
  • Jónas Ingimundarson 1970-1972
  • Ásgeir Sigurðsson 1972-1983
  • Sigfús Ólafsson 1983-1985
  • Ásgeir Sigurðsson 1985-1988
  • Jóhann Stefánsson 1988-1990
  • Ólafur Sigurjónsson 1990-2000
  • Loftur Erlingsson 2000-

Sjá nánar á vef Karlakórs Selfoss.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ásgeir Sigurðsson Stjórnandi 1972 1983
Loftur Erlingsson Stjórnandi 2000

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.08.2014