Galíleó Hljómsveit

Í blaðaauglýsingum 1991 eru nafngreindir meðlimir í sveitinni: Örn Hjálmarsson - gítar, Sævar Sverrisson - söngur, Rafn Jónsson - trommur, Baldvin Sigurðsson - bassi, og Jens Hansson - hljómborð og saxófónn. Í janúar 1992 er Jósep Sigurðsson kominn á hljómborð í staðin fyrir Jens og Einar Bragi sagður nýgengin í bandið.

Í september 1993 er auglýstur lokadansleikur sveitarinnar á Gauki á Stöng. Fyrrum meðlimir sveitarinnar Jens Hansson og Einar Bragi muni líta við og taka í saxafóninn með bandinu.

Í blaðagrein í febrúar 1994 fjallar Sævar söngvari um endurkomu sveitarinnar eftir nokkurra mánaða frí og að liðin séu nákvæmlega fimm ár frá stofnun sveitarinnar. Sveitin starfaði a.m.k. fram á mitt ár 1965...

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Einar Bragi Bragason Saxófónleikari 1992-01
Haraldur Þorsteinsson Bassaleikari
Jón Elvar Hafsteinsson Gítarleikari
Rafn Jónsson Trommuleikari 1989-02
Sævar Sverrisson Söngvari 1989-02
Örn Hjálmarsson Gítarleikari 1989-02

Skjöl

Galíleó 1991 Mynd/jpg
Galíleó 1992 Mynd/jpg
Galíleó 1994 Mynd/jpg
Galíleó 1995 Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.02.2016