Flamingó Hljómsveit

Unglingasveit í Kópavogi sem líklega starfaði 1965 eða '66. Sveitin þróaðist fljótlega í aðra sem nefndist Zoo og vakti sú talsverða athygli. Björgvin Gíslason var í báðum bödnum; hann lýsir þróuninni á vef sínum:

Við Smári Kjerrumgaard Bergsson gerðum innrás í Kópavoginn einhverntíma uppúr 1965 eða ’66. Aðalgæinn þar var Sigþór Hermannsson sem seinna varð Sissi í Zoo. En mín fyrsta hljómsveit var Flamingó þar sem voru Sissi, Ari Kristins (síðar kvikmyndatökumaður par excellence), Palli Eyvinds, Smári Kjerrumgaard og Steini trommari – auk mín. Flamingó varð svo fljótlega að Zoo en þá tók Óli Torfa við af Smára og Sissi fór á bassann í stað Palla. Við vorum að spila Small Faces, Who og fleira í þeim dúr og stældum Who með því að brjóta gítara. Sissi hafði nóg að gera við að tjasla hljóðfærunum saman eftir hverja spilahelgi. Zoo þótti bara nokkuð góð hljómsveit – í bullandi samkeppni við Bendix úr Hafnarfirði.

Flamingó virðist hafa verið vinsælt hljómsveitarnafn á þessum árum því á sama tíma og strákarnir æfðu í Kópavogi starfaði á Norðurlandi samnefnt band undir forystu Geirmundar Valtýssonar. Fyrir eða um 1960 var líka starfandi hljómsveit með þessu nafni sem meðal annars lék í Vetrargarðinum í Reykjavík.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ari Kristinsson Hljómborðsleikari 1965
Björgvin Gíslason Gítarleikari 1965
Páll Eyvindsson Bassaleikari 1965
Sigþór Hermannsson Gítarleikari 1965

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.10.2015