Valdimar Poppsveit og Indie

Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og mun keflvíska gengið senda frá sér sína þriðju plötu nú í október á þessu ári.

Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.

Af vef Hljómahallar 2014.

- - - - -

The pop band Valdimar is a new and fresh force within the Icelandic music scene. The band's music spans the whole emotional spectrum, all the way from emotional and intimate ballads to powerful and energetic rock. The band colors its music with heavy brass, guitar- and keyboard textures. The music is accessible to listeners, but at the same time, it has a special edge to it.

The band's debut, Undraland (Wonderland) was released in the end of 2010 and has gotten stunning reviews, and has been extremely popular in the radio. The band was nominated as the brightest hope at the Icelandic Music Awards.

From icelandmusic.is 2015.

Meðlimir:

  • Valdimar Guðmundsson - söngur, básúna / Vocals, Trombone
  • Ásgeir Aðalsteinsson - gítar / Guitars
  • Guðlaugur Guðmundsson - bassi / Bass
  • Þorvaldur Halldórsson - trommur, slagverk / Drums, Percussion
  • Kristinn Evertsson - hljómborð / Keyboards
  • Högni Þorsteinsson - gítar / Guitars

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Valdimar Guðmundsson Söngvari og Básúnuleikari 2009

Skjöl

Valdimar 2015 Mynd/jpg
Valdimar 2015 Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.08.2015