Hawaii-kvartettinn Hljómsveit

Hawaii-kvartetinn kom mikið fram sem skemmtiatriði á árshátíðum og einnig í revíum í Sjálfstæðishúsinu á árunum 1947-1950, ýmist með eða án söngvara. Helstu söngvarar með sveitinni voru Haukur Morthens og Edda Skagfield ...

Kvartettinn kom fyrst fram í Mjólkurstöðnni 1947 en einnig víða á dansleikjum og í útvarp 1947-1949. Sveitin kom ávalt fram sem númer, sérstakt atriði en lék ekki fyrir dansi.

Eyþór Þorláksson segist fyrst hafa komið í sveitina sem bassaleikari en snúið sér fljótlega að gítarnum ...

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Eyþór Þorláksson Gítarleikari 1947
Hallur Símonarson Bassaleikari 1947
Haukur Morthens Söngvari 1948
Hilmar Skagfield Gítarleikari 1947
Ólafur Maríusson Gítarleikari 1947

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.10.2015