Falcon Hljómsveit

Kópavogssveit frá árunum 1966-67. Bandið æfði í kjallaranum á Víðihvammi 22 í Kópavogi þar sem Jón Hallgrímsson gítarleikari átti heima. Hallgrímur, faðir Jóns, skaut þar í garðinum 8mm kvikmynd af sveitinni leika Kinks lagið „A House in the Country“.

Á þessum tíma voru í hljómsveitinni: Björgvin Gíslasson - gítar, Ólafur Tofasson - söngur, Sigurður Kristjánsson - bassi, Birgir (tengdur Kökuhúsinu) - trommur, Jón Hallgrímsson - gítar.

„Bítlahljómleikar“ voru haldnir í Austurbæjarbíói 1. febrúar 1967 þar sem fram komu: Hljómar, Toxic, Tónar, Óðmenn, Sonet, Pops, Bendix og Falcon. Vikan kynnti fjórar þessara sveita og segir í myndtexta um Falcon: „Söngvari þessarar hljómsveitar vakti nokkra athygli, lágvaxinn, snaggaralegur piltur. Hann virðist hafa fylgzt vel með Hermanni söngvara The Hermits, þegar hann stóð á þessu sama sviði nokkrum mánuðum áður, því að tilburðir allir og hreyfingar voru svo að segja eins.“

Tónleikarnir virðast haf verið alvöru því Tíminn greinir frá því daginn eftir að lögreglan hafi þurft að ryðja húsið og glíma við óspektir í kjölfarið.

Um Verslunarmannahelgina 1968 var haldin Sumarhátíð í Húsafellsskógi. Tíminn segir að hæst muni þar bera „hljómsveitasamkeppnina um titilinn „Táningahljómsveitin 1968“. Hvorki meira né minna en tíu hljómsveitir taka þátt í þessari keppni. Þær eru: Falcon úr Kópavogi, Falkon frá Ólafsvík, Hippies úr Garðahreppi, Instrument frá Reykjavík, Kims úr Garðahreppi, Smile frá Reykjavík, Stjörnur úr Mosfellssveit, Trix, Reykjavík, Tatarar, Reykjavík og Kjarnar frá Akranesi.“

Einhverjar mannabreytingar urðu í sveitinni þann tíma sem hún starfaði og er unnið við að finna nánar út úr því...

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Björgvin Gíslason Gítarleikari 1966 1967-07
Jón Hallgrímsson Gítarleikari 1966
Ólafur Torfason Söngvari 1966 1967-07
Sigurður Kristjánsson Bassaleikari 1966
Steinar Viktorsson Trommuleikari 1965 1967

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.10.2015