Karlakórinn Stefnir Karlakór

Karlakórinn Stefnir var stofnaður þann 15. janúar 1940. Fyrsta söngskemmtunin var að Brúarlandi í Mosfellssveit 7. febrúar það sama ár. Kórinn hefur starfað af nokkrum þrótti flest þessi ár og haft mikla breidd í verkefnavali, allt frá léttum slögurum upp í sígilda tónlist eftir Mozart, Wagner, Beethoven og Liszt. Stefnir hefur gefið út tvo hljómdiska, „Með söngvaseið á vörum“ árið 1996 og „Stefnumót“ árið 2002. Kórinn hefur ferðast nokkuð, bæði innanlands og utan. Stefnir hefur farið í nokkrar utanlandsferðir, til Kanada, Danmerkur og Noregs. Til Austurríkis og Ungverjalands var farið 1997 þar sem flutt var Sálumessa eftir Frans Liszt í fæðingarborg tónskáldins, Búdaprest sem og í Vínarborg. Í júlímánuði 2002 fór Stefnir til Llangollen í Wales þar sem kórinn tók þátt í kóramóti sem þar er haldið árlega. Í júní árið 2003 sótti karlakórinn frændur okkar Færeyinga heim og í maílok árið 2007 kórinn í ferð til St. Pétursborgar í Rússlandi þar sem tekið var þátt í norrænni tónlistarhátið en einnig var sungið í Helsinki í Finnlandi. Stefnir hefur alla tíð notið velvildar bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ, bæði hvað varar fjárhagslegan stuðning og aðstöðu til æfinga. Í júní árið 2000 hlaut karlakórinn Stefnir starfsstyrk til menningarmála árið 2000 og þar með sæmdarheitið „Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2000“.

A vefsíðu Karlakórsins Stefnis (Samband íslenskra karlakóra)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Árni Heiðar Karlsson Stjórnandi 2014
Lárus Sveinsson Stjórnandi 1975 1983
Lárus Sveinsson Stjórnandi 1987 2000

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.01.2015