Rythmatik Indie

Rythmatik er indí rokk band frá smábænum Suðureyri auk pörupilts frá Vestur-Virginíu en hún saman stendur af Valgeiri Skorra Vernharðssyni á trommum, Pétri Óla Þorvaldssyni á bassa, Eggerti Nielson á gítar og Hrafnkatli Huga Vernharðssyni á gítar og söng góli. Fyrstu drög að hljómsveitinni mynduðust 2012 þegar að bræðurnir Valgeir og Hrafnkell fóru eitthvað að reyna að semja saman og ætluðu sér að skella í eitt stk hljómsveit. Eitthvað gekk þó brösulega að finna aðra meðlimi, en Rythmatik var ekki komin í þá mynd sem að hún er í dag fyrr en 2014. Síðan þá hefur sveitin reynt að vera dugleg í að fara suður til Reykjavíkur til þess að spila reglulega á tónleikum, enda ekki endalaust af stöðum til þess að spila á fyrir vestan, en spilaði hún meðal annars á off-venue stöðum á meðan Airwaves hátíðin var í gangi. Undan farið hefur sveitin verið að vinna hörðum höndum við upptökur á EP plötu og æfingar fyrir Músíktilraunir sem að þeir ætla sér að taka þátt í. Áhrifavaldar eru margir en þar má helst nefna Big Country, The Smiths, Biffy Clyro, Arctic Monkeys og Manchester Orchestra sem dæmi. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir grípandi gítarspil og spilagleði í lifandi flutningi, auk þess fyrir að vera almennt hressir og að reyna bara að hafa gaman af þessu öllu saman. Þeir taka sig engann veginn of alvarlega og vona bara að fólk hafi gaman af því sem að þeir eru að gera.

Texti af vef Músíktilrauna 2015.

Sveitin sigraði Músíktilraunir 2015

Meðlimir:

  • Hrafnkell Hugi Vernharðsson - gítar og söngur
  • Eggert Nielson - gítar
  • Pétur Óli Þorvaldsson - bassi
  • Valgeir Skorri Vernharðsson - trommur

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.03.2015