Ljótu hálfvitarnir

Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir kom fyrst fram árið 2006 og spilaði linnulaust til ársins 2010 en á þessum tíma gaf hljómsveitin út þrjár plötur og var dugleg að spila á tónleikum. „Við spiluðum síðustu tónleikana áður en við tókum okkur stutt hlé árið 2010 í Færeyjum og höfðum stuttu áður spilað á Íslandi,“ segir Snæbjörn Ragnarsson sem spilar ásamt Baldri Ragnarssyni bróður sínum í Ljótu hálfvitunum og Skálmöld. „Hlé Ljótu hálfvitanna hafði ekkert með Skálmöld að gera. Við vorum einfaldlega búnir að vera að spila mjög mikið og fannst kominn tími til að taka okkur hlé. Það var líka tekin ákvörðun að taka í það minnsta eitt ár í hlé og þá hefðum við byrjaði í haust en okkur fannst betra bíða aðeins með að koma saman aftur og koma frekar sterkir inn í sumarið. Á þessu einu og hálfa ári eru menn búnir að safna upp orku og finna löngunina að koma aftur.“

Allir níu meðlimir hljómsveitarinnar ætla að snúa aftur með henni og Ljótu hálfvitarnir búa við þá blessun að hafa ekki þurft að skipta út einum einasta meðlim hljómsveitarinnar. „Við vorum búnir að reikna með því að eitthvað myndi breytast enda sumir okkar komnir vel á fimmtugsaldurinn en þegar kom að því að koma saman aftur voru allir í ægilegu stuði og ákafir að koma aftur til starfa í sveitinni.“ ...

Úr Morgunblaðsfrétt frá 2. mars 2012, bls. bls. 4

Meðlimir: Aggi, Eddi, Gums, Sævar, Toggi

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ármann Guðmundsson Söngvari og Gítarleikari 2006
Baldur Ragnarsson 2006
Oddur Bjarni Þorkelsson 2006
Snæbjörn Ragnarsson 2006
Þorgeir Tryggvason Hljóðfæraleikari og Lagahöfundur 2006

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2018