Elektra Ensemble Kammerhópur

Hljóðfæraleikarar Elektra Ensemble hafa allir leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og komið víða fram á tónleikum hérlendis og erlendis. Þeir hafa lokið námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og í kjölfarið stundað framhaldsnám í virtum tónlistarháskólum í Bandaríkjunum, Englandi, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi. Helstu verkefni Elektra Ensemble hafa verið tónleikaröð á Kjarvalsstöðum frá árinu 2009, tónlistarflutningur á Kirkjulisthátið og í BOZAR tónleikahöllinni í Brussel, auk tónleika í Stykkishólmskirkju og Iðnó árið 2008.

Af FaceBook-síðu hópsins (12. september 2016)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ástríður Alda Sigurðardóttir Píanóleikari
Emilía Rós Sigfúsdóttir Flautuleikari
Helga Björg Arnardóttir Klarínettuleikari
Helga Þóra Björgvinsdóttir Fiðluleikari
Margrét Árnadóttir Sellóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.09.2016