Óðmenn Poppsveit og Rokksveit

<p>Ball í <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1372959">Ungó-Keflavík</a> laugardaginn 12. febrúar 1966, þar sem Óðmenn eru auglýstir ásamt Hljómum, er það fyrsta sem finnst á timarit.is um Óðmenn. Í júní <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4451969">segir Vikan stuttlega frá sveitinni:</a></p> <blockquote>... Hljómsveitin lét fyrst í sér heyra í febrúar s.l. og hefur smám saman áunnið sér slíkar vinsældir að piltarnir gera ekki annað nú orðið en að leika á dansiböllum á kvöldin og æfa sig á daginn. Óðmenn, sem allir eru búsettir í Keflavík, heita Jóhann G. Jóhannsson, Eirikur Jóhannsson, Valur Eiríksson og auk þeirra er sem fyrr getur Engilbert Jensen.<br /> <br /> Jóhann leikur á bassagítar og var áður með hljómsveitinni Straumar frá Borgarnesi. Auk þess sem hann leikur á bassa leikur hann á orgel, þegar svo ber undir. Eiríkur er bróðir Jóhanns og leikur á sólógítar. Þegar hljómsveitin var stofnuð, var Eiríkur sóttur alla leið til Færeyja, en þar hafði hann starfað um langt árabil. Valur leikur á rhythmagítar og Engilbert á trommur – og allir geta þeir sungið ...</blockquote> <p>Stórtónleikar voru haldnir í Austurbæjarbíói 1. febrúar 1967 þar sem Óðmenn <span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">léku&nbsp;</span>ásamt Hljómum, Mánum, Tónum og Toxic – Dúmbó, Logar og Pónik sem auglýstar höfðu verið gengur úr skaftinu. <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4454380">Vikan fjallaði um tónleikana</a>&nbsp;og sagði í fyrirsögn: „Ef nokkuð má marka viðbrögð áheyrenda voru það Óðmenn, sem stóðu með pálmann í höndunum að loknum þessum hljómleikum“. Ennfremur:</p> <blockquote>Óðmenn komu fram í nýjum múnderingum og hrifu unga áheyrendur á augabragði með laginu Dandy, sem þeir sungu með eindæmum skemmtilega. Það fer ekki á milli mála, að þessari hljómsveit er alltaf að fara fram, og vist er um það, að engin hljómsveit hérlend hefur jafngóðum söngkröftum á að skipa. Það var gaman að heyra Óðmenn flytja lagið „I'll be there“, þetta fallega lag, sem The Four Tops hafa gert vinsælt. Aukalag piltanna á þessum hljómleikum „Tonight“ eftir Jóhann Jóhannsson er tvímælalaust með fallegri íslenzkri dægurlögum, sem fram hafa komið í langan tíma. Óðmenn unnu stóran sigur á þessum hljómleikum enda var þeim óspart klappað lof í lófa.</blockquote> <p>Einar Jóhannsson, gítarleikari og bróðir Jóhanns G. forsprakka sveitarinnar, hætti í september 1967 og gekk þá Magnús Kjartansson í bandið. <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4455700">Vikan segir frá þessu 28. september 1967:</a></p> <blockquote>... Magnús mun jafnvígur á allflest hljóðfæri en hann mun leika á hinn orgelið með hljómsveitinni, og kannski blása í trompetinn við og við, ef þurfa þykir, en Magnús leikur einmitt með Óðmönnum á trompett á hinni ágætu hljómplötu hljómsveitarinnar. – Hljómsveitin mun að sjáfsögðu fá á sig annan svip með tilkomu orgelsins. Óðmenn binda miklar vonir við hinn unga en efnilega nýgræðing í hljómsveitinni. Þeir standa líka í þakkarskuld við Eirík, sem hefur leikið með þeim frá því hljómsveitin var stofnuð ...</blockquote> <p><a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4624828">Æskan segir frá því 1. maí 1968</a> að Shady Owens hafi ráðist til hljómsveitarinnar 1. febrúar – „... óvenju hæfileikamikil söngkona, og auk þess með sérlega góða sviðsframkomu“. Þarna er hljómsveitin orðin ein sú vinsælasta á landinu.</p> <p>Í júlíbyrjun segir Morgunblaðið frá fyrirhugaðri <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1395100">ferð Hljóma til Ameríku,</a>&nbsp;og að Shady og Gunnar Jökull úr Flowers muni ganga til liðs við Hljóma að þessu tilefni. Æfingar muni hefjast í ágústbyrjun; í lok mánaðarins verði haldið til London í stúdíó og þaðan til Bandaríkjanna.</p> <p>Ekkert varð úr þessari vesturför Hljóma. Gunnar Jökull hélt áfram í Flowers um sinn en Shady gekk til liðs við Hljóma og kom fyrst fram með þeim á <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2397752">helgarskemmtun í Saltvík 17. ágúst 1968</a>.</p> <p>Óðmenn hættu spilamennsku um tíma eftir að Shady yfirgaf bandið.</p> <h4>Hljóðrit</h4> <p><a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1386710">„Hljómplatan er kominn ! Tryggið ykkur eintak“</a> auglýsir Morgunblaðið 22. júlí 1967. <a href="http://www.ismus.is/i/document/id-211304">Fjögur lög eftir Jóhann eru á plötunni</a> sem hljóðrituð var hjá Sjónvarpinu og Óðmenn gáfu sjálfir út segir <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4455284">Vikan 3. ágúst.</a>&nbsp;Jónas R. Jónsson skrifar stuttan <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2631245">dóm um plötuna</a> í Alþýðublaðið 28. september. – Hér má sjá <a href="http://www.ismus.is/i/document/id-211305">framhlið</a> og <a href="http://www.ismus.is/i/document/id-211304">bak</a> plötuumslagsins.</p> <h3>Óðmenn II</h3> <p><a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3108920">„Óðmenn endurreystir – Ætla að móta smekk unga fólksins“</a> er yfirskrift viðtals við Finn Torfa Stefánsson í Alþýðublaðinu 12. júní 1969. Þarna var komið fram Cream-tríó. <span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">Jóhann lék á bassa og söng,&nbsp;</span><span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">Finnur Torfi á gítar</span><span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">&nbsp;og Óli Garðars trommaði.</span>&nbsp;„[E]in metnaðarfyllsta rokksveit sjöunda áratugarins“ skrifar Árni Matthíasson í bæklingi með endurútgáfu á hinni tvöföldu breiðskífu Óðmanna 2004.&nbsp;</p> <p>Mikilli popphátíð var haldin í Laugardalshöll 4. september 1969. Þar voru Óðmenn ein af 11 hljómsveitum sem tróð upp fyrir um 4.000 ungmenni. Ævintýri var kosin vinsælasta sveitin og Björgvin Halldórsson poppstjarna ársins. <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4461161">Um framistöðu Óðmanna</a> skrifaði Andrés Indriðason:</p> <blockquote>Óðmenn fluttu lög í Cream stíl og gerðu þeim frábær skll. Þessi hljómsveit var nokkuð frábrugðin öðrum, sem fram komu á pop-hátíðinni, og fer ekki á milli mála, að hér eru miklir hæfileikamenn á ferðum. – Ólafur Garðarsson er sífellt að sækja í sig veðrið og er á góðri leið með að verða einn okkar beztu trymbla ...</blockquote> <p>Sveitin hætti starfsemi í árslok 1970.</p> <h4>Hljóðrit</h4> <p>Lögin&nbsp;<a href="http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%93%C3%B0menn_-_Br%C3%B3%C3%B0ir">Bróðir og Flótti</a>&nbsp;komu út á <span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">tveggja laga plötur snemma árs 1970 á vegur SG-hljómplattna. Seint í ágúst sama ár kom svo út önnur lítil plata á vegum SG með lögunum <a href="http://is.wikipedia.org/wiki/Óðmenn_-_Spilltur_heimur">Spilltur heimur og Komdu heim.</a>&nbsp;Báðar plöturnar voru hljóðritaðar í London síðla árs 1969.</span></p> <p><span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);"><a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3235205">Í lok september 1970</a> greindi Vísir frá því að Óðmenn væru á leið til Kaupmannahafnar. Hljóðrita átti tvær LP-plötur sem gefnar yrðu út saman. Útkoma var&nbsp;<a href="http://www.tonlist.is/Music/Artist/3058/odmenn/">fyrsta tvöfalt albúmið</a>&nbsp;á Íslandi í desember 1970. Hljómplötugagnrýnendur völdu albúmið <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1418207">plötu ársins 1970.</a></span></p> <p>&nbsp;</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Eirikur Jóhannsson Söngvari og Gítarleikari 1966-02 1967-09
Engilbert Jensen Söngvari og Trommuleikari 1966-02 1967-03
Finnur Torfi Stefánsson Gítarleikari 1969-05 1970-10
Jóhann G. Jóhannsson Organisti , Söngvari og Bassaleikari 1966-02 1970-10
Magnús Kjartansson Trompetleikari og Hljómborðsleikari 1967-08 1968-07
Ólafur Garðarsson Trommuleikari 1969-05 1970-02
Pétur Östlund Trommuleikari 1967-03
Reynir Harðarson Trommuleikari 1970-01 1970-10
Shady Owens Söngkona 1968-02 1968-07
Valur Emilsson Gítarleikari 1966-02

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.08.2014