Harmonikuleikarnir Eiríkur og Einar Harmonikusveit

Eiríkur Bjarnason frá Bóli og Einar Björn Sigvaldason stofnuðu 1932 dúettinn „Harmonikuleikarnir Eiríkur og Einar“. Þeir léku víða á skemmtunum og tónleikum við góðar undirtektir í um tvö ár; sjást síðast auglýstir á balli í apríl 1934.

Eiríkur samdi talsvert af kunnum danslögum auk þess sem hann var hótelstjóri í Hveragerði og rak ferðabíó með konu sinni í 40 ár. Einar lærði hljóðfærasmíði í Kaupmannahöfn, varð Danmerkurmeistari í harmonikuleik 1939, og lék þar víða og í Þýskalandi fram í stríðið. Hann komst til Íslands með ævintýralegum hætti 1943 en var þá fangelsaður af Bretum til stríðsloka.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Einar Björn Sigvaldason Harmonikuleikari 1932
Eiríkur Bjarnason Harmonikuleikari 1932

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.12.2015