Skólahljómsveit Kópavogs Lúðrasveit

Skólahljómsveit Kópavogs var stofnuð á haustmánuðum 1966. Afmælisdagur sveitarinnar er þó ávallt miðaður við fyrstu tónleikana sem haldnir voru við Kársnesskóla þann 22. febrúar 1967. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guðjónsson trompetleikari og stjórnaði hann hljómsveitinni óslitið og af miklum dugnaði fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við stjórninni.

Að jafnaði eru um 150 hljóðfæraleikarar í Skólahljómsveit Kópavogs og er þeim skipt í þrjár sveitir eftir aldri og getu.

  • Í A-sveit eru yngstu hljóðfæraleikararnir, úr 4. – 6. bekk grunnskóla. A sveitin æfir á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:00 til 16:50
  • Í B-sveit eru nemendur úr 6. – 8. bekk. B sveitin æfir á þriðjudögum og föstudögum kl.16:00 - 17:25
  • Í C-sveitinni eru krakkar úr 8. – 10. bekk auk nokkurra eldri félaga. C sveitin æfir á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:00 - 18:50.

Almennt eru krakkarnir tvö ár í hverri sveit, en geta verið lengur eða skemur eftir atvikum

Sjá nánar á vef Skólahljómsveitar Kópavogs.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Björn Ásgeir Guðjónsson Stjórnandi 1967 1995
Jóhann Nardeau Tónlistarnemandi

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.03.2018