Lúðrasveit verkalýðsins Lúðrasveit
<p>... Frá því er fyrsta kröfuganga verkalýðssamtaka á Íslandi var farin árið 1923 hafði lúðrasveit að sjálfsögðu verið ómissandi þáttur hátíðarhaldanna. En er hér var komið sögu var klofnings tekið að gæta í röðum verkalýðssamtakanna og stundum farnar þrjár kröfugöngur andstæðra fylkinga. Þetta varð þess valdandi að samkeppni varð um þær tvær lúðrasveitir sem fyrir hendi voru í Reykjavík og töldu forsvarsmenn meirihluta Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna nauðsyn bera til að koma á fót lúðrasveit sem reiða mætti sig á í slíkum sviptingum.</p>
<p>Það mun hafa verið hinn 13. febrúar 1953 að Stefán Ögmundsson prentari og síðar formaður MFA kom að máli við Harald Guðmundsson prentara og síðar tónlistarkennara á Neskaupstað og bað hann að kanna hvort grundvöllur mundi fyrir stofnun sérstakrar „verkalýðslúðrasveitar.” Haraldur ræddi hugmyndina við Sigursvein D. Kristinsson tónskáld og varð það úr að freistað skyldi að mynda slíka sveit. Var senn tekið að huga að hugsanlegum þátttakendum og útvegun hljóðfæra.</p>
<p>Þann 1. mars var undirbúningsfundur að stofnuninni haldinn á heimili Sigursveins að Grettisgötu 64 og hafði þá komið í ljós að ýmsir höfðu heitið þátttöku og loforð fengist um fáein hljóðfæri. Þar á meðal gat Oddgeir Kristjánsson tónskáld í Vestmannaeyjum lofað þremur hornum. Þótt þetta væru ekki ríkuleg fararefni var samt ekki beðið boðanna en nefnd sett á laggirnar til undirbúnings stofnfundi sem haldinn var að Grettisgötu 64, hinn 8. mars. Hér skulu þeir nú taldir sem stofnfundinn sátu:</p>
<ul>
<li>Guðmundur Norðdahl hljóðfæraleikari</li>
<li>Bárður Jóhannesson hljóðfæraviðgerðamaður</li>
<li>Páll G. Bjarnason prentari</li>
<li>Jón Sveinsson og</li>
<li>Haraldur Guðmundsson prentari</li>
</ul>
<p>Nokkrir er heitið höfðu þátttöku sátu ekki fundinn en töldust stofnfélagar eftir sem áður. Þeir voru:</p>
<ul>
<li>Jón Múli Árnason þulur</li>
<li>Ingvar Bjarnason prentari</li>
<li>Þórólfur Daníelsson prentari</li>
<li>Þórður U. Þorfinnsson netagerðarmaður</li>
<li>Jón Haraldsson múrari</li>
<li>Gísli Halldórsson rafvirki</li>
<li>Guðmundur Haraldsson og</li>
<li>Bragi Skarphéðinsson prentari</li>
</ul>
<p>Formaður hinnar fyrstu stjórnar var kjörinn Bárður Jóhannesson, Guðmundur Norðdahl ritari og Sigursveinn D. Kristinsson gjaldkeri...</p>
<p align="right">Sjá nánar á vef Lúðrasveitar verkalýðsins.</p>
Meðlimir
Nafn | Staða | Frá | Til | |
---|---|---|---|---|
Birgir Dagbjartur Sveinsson | Hljóðfæraleikari | |||
![]() |
Björn Ásgeir Guðjónsson | Stjórnandi | 1962 | 1963 |
![]() |
Björn Ásgeir Guðjónsson | Stjórnandi | 1964 | 1964 |
![]() |
Ellert Karlsson | Stjórnandi | 1977 | 1988 |
![]() |
Haraldur Guðmundsson | Stjórnandi | 1953 | 1955 |
Jóhann Ingólfsson | Stjórnandi | 1988 | 1991 | |
![]() |
Jón Ásgeirsson | Stjórnandi | 1955 | 1956 |
![]() |
Jón Ásgeirsson | Stjórnandi | 1958 | 1962 |
![]() |
Jón S. Jónsson | Stjórnandi | 1956 | 1958 |
![]() |
Kári Húnfjörð Einarsson | Stjórnandi | 2011 | |
Malcolm Holloway | Stjórnandi | 1991 | 1995 | |
Malcolm Holloway | Stjórnandi | 2005 | 2007 | |
![]() |
Ólafur L. Kristjánsson | Stjórnandi | 1964 | 1977 |
![]() |
Sigursveinn D. Kristinsson | Stjórnandi | 1963 | 1964 |
![]() |
Snorri Heimisson | Stjórnandi | 2007 | 2011 |
![]() |
Tryggvi M. Baldvinsson | Stjórnandi | 1996 | 2005 |
Skjöl
![]() |
Lúðrasveit Verkalýðsins - logo | Mynd/jpg |
![]() |
Lúðrasveit Verkalýðsins 1. maí 2014 | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum
Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.06.2019