Upplyfting Danshljómsveit

<blockquote>Hljómsveitin Upplyfting varð 40 ára um nýliðin áramót. Fyrstu sporin voru stigin á Hofsósi á gamlárskvöld 1975 og síðan hefur sveitin gefið út fimm diska og vinnur að þeim sjötta, sem ætlunin er að komi út í febrúar eða byrjun mars.<br /> <br /> „Það sem heldur okkur helst saman er saumaklúbbselementið, það er svo gaman að hittast,“ segir Kristján Björn Snorrason, sem er sá eini sem hefur verið í hljómsveitinni frá upphafi. Með honum í bandinu nú eru Magnús Stefánsson, Sigurður Dagbjartsson, Ari Jónsson og Hilmar Sverrisson.<br /> <br /> Kristján stofnaði Upplyftingu eftir að hafa tekið við rekstri félagsheimilisins á Hofsósi. Hann var áður í skólahljómsveit Menntaskólans á Akureyri, Combó Kalla Skírnis, og fékk vinsælustu hljómsveitir landsins til þess að spila á böllum á Hofsósi. „Ég stúderaði þessar hljómsveitir og hvernig gestirnir meðtóku tónlistina. Niðurstaðan var sú að það skipti ekki endilega máli hvað menn voru flinkir tónlistarmenn heldur hvað þeir voru góðir í að koma fólki í stuð og ég byrjaði með Upplyftingu með það að leiðarljósi.“<br /> <br /> Ingimar Jónsson og Kristján fóru saman í Samvinnuskólann á Bifröst 1979. Tvímenningarnir úr Upplyftingu voru teknir inn í skólahljómsveitina þar sem m.a. voru fyrir Magnús Stefánsson og Sigurður Dagbjartsson. Auk þeirra kom m.a. Kristján Óskarsson að plötuupptökum Upplyftingar, en hann hafði áður verið í skólanum, auk þess sem Haukur Ingibergsson, þáverandi skólastjóri Samvinnuskólans, var sveitinni innan handar. Hann kom Upplyftingu í samband við Svavar Gests, sem gaf út fyrstu plötu sveitarinnar, Kveðjustund, 1980, meðal annars með hinu sívinsæla lagi Traustur vinur. Flest lögin voru eftir Jóhann G. Jóhannsson, rétt eins og á næstu plötu...</blockquote> <p align="right">Upplyfting í fjörutíu ár. Morgunblaðið 9. janúar 2016, bls. 44</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ari Jónsson Söngvari og Trommuleikari
Birgir Sævar Jóhannsson Gítarleikari
Haraldur Þorsteinsson Bassaleikari
Hilmar Sverrisson Hljómborðsleikari
Ingimar Jónsson Trommuleikari
Kristján Björn Snorrason Harmonikuleikari 1974
Magnús Stefánsson Bassaleikari 1979
Már Elíson Trommuleikari
Sigrún Eva Ármannsdóttir Söngkona
Sigurður Dagbjartsson Gítarleikari 1979

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.01.2016