<p>... Bróðir Svartúlfs var stofnuð af fimm ungum drengjum á Sauðárkróki í september 2008. Litlum sögum fer af þeim fyrr en þeir komu sáu og sigruðu Músíktitilraunir í Mars 2009. Tónlistin var eitraður kokteill epísks rokks og tilfinningaþrungins rapps (Jú, ég hélt líka að þessi blanda hefði verið fullreynd á nu-metal árunum, en greinilega ekki, því að ljóðrænar rímur Arnars Freys falla fullkomlega að dramtísku rokki hljómsveitarinnar).</p>
<p>Undir lok síðasta árs kom svo út frumraunin, sex laga stuttskífa samnefnd sveitinni. Platan var tekin upp að mestu í tankinum á Flateyri og í Sundlauginni í Mosfellssveit...</p>
<p align="right">Kristján Guðjónsson. Plötuumfjöllun á rjominn.is (16. febrúar 2010)</p>
Meðlimir
Nafn | Staða | Frá | Til | |
---|---|---|---|---|
![]() |
Andri Þorleifsson | Trommuleikari | 2008-09 | 2010 |
![]() |
Arnar Freyr Frostason | Söngvari og Rappari | 2008-09 | 2010 |
![]() |
Helgi Sæmundur Guðmundsson | Söngvari og Hljómborðsleikari | 2008-09 | 2010 |
![]() |
Jón Atli Magnússon | Bassaleikari | 2008-09 | 2010 |
![]() |
Sigfús Arnar Benediktsson | Gítarleikari | 2008-09 | 2010 |
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.03.2016