Bróðir Svartúlfs Rokksveit og Rappsveit

... Bróðir Svartúlfs var stofnuð af fimm ungum drengjum á Sauðárkróki í september 2008. Litlum sögum fer af þeim fyrr en þeir komu sáu og sigruðu Músíktitilraunir í Mars 2009. Tónlistin var eitraður kokteill epísks rokks og tilfinningaþrungins rapps (Jú, ég hélt líka að þessi blanda hefði verið fullreynd á nu-metal árunum, en greinilega ekki, því að ljóðrænar rímur Arnars Freys falla fullkomlega að dramtísku rokki hljómsveitarinnar).

Undir lok síðasta árs kom svo út frumraunin, sex laga stuttskífa samnefnd sveitinni. Platan var tekin upp að mestu í tankinum á Flateyri og í Sundlauginni í Mosfellssveit...

Kristján Guðjónsson. Plötuumfjöllun á rjominn.is (16. febrúar 2010)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Andri Þorleifsson Trommuleikari 2008-09 2010
Arnar Freyr Frostason Söngvari og Rappari 2008-09 2010
Helgi Sæmundur Guðmundsson Söngvari og Hljómborðsleikari 2008-09 2010
Jón Atli Magnússon Bassaleikari 2008-09 2010
Sigfús Arnar Benediktsson Gítarleikari 2008-09 2010

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.03.2016