Hið íslenska gítartríó

Hið íslenska gítartríó var stofnað 2011 og hefur verið leiðandi hópur í flutningi á klassískri gítartónlist. Það hefur flutt ný íslensk verk, samin fyrir hópinn, ásamt þekktari verkum tónbókmenntanna og þannig markað sér sérstöðu á alþjóðlega vísu og fjölgað verkum fyrir þessa hljóðfæra­samsetningu svo um munar. Af fyrri verkefnum tríósins má nefna tónleika í Hofi á Akureyri og afmælistónleika Olivers Kentish í fyrra. Á næstu misserum heldur hópurinn svo til Toronto og Kaupmannahafnar þar sem frumflutt verða þrjú ný íslensk verk.

Af vef Háskólatónleika 2015

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Svanur Vilbergsson Gítarleikari 2011
Þórarinn Sigurbergsson Gítarleikari 2011
Þröstur Þorbjörnsson Gítarleikari 2011

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.01.2016