Nýja kompaníið Jazzhljómveit

Í blaðaviðtali frá apríl 1981 kemur fram að Kompaníið hafi leikið saman frá haustinu 1980, en bandið sést fyrst auglýst á jazzkvöldi á Hótel Borg í desember 1980. Sveitina skipuðu: Jóhann G. Jóhannsson - píanó, Sigurður Flosason - altsax, Sigurði Valgeirsson - trommur, Sveinbjörn Baldvinsson - gítar og Tómas Einarsson - kontrabassi. Jóhanna Þórhallsdóttir er þarna auglýst söngkona með bandinu en líklega var það aðeins á þessum tónleikum því hún sést ekki auglýst með þeim síðar.

Nýja kompaníið gaf út plötuna Kvölda tekur í september 1982 og þótti hún eftirtektar verð fyrir það hve tónlistarmennirnir vour ungir að árum og svo að allt efni plötunnar var frumsamið. Sveitin hætti spilamennsku um áramótin 1982-83.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Jóhann G. Jóhannsson Píanóleikari 1980-10
Sigurður Flosason Saxófónleikari 1980-10
Sigurður Valgeirsson Trommuleikari 1980-10
Sveinbjörn I. Baldvinsson Gítarleikari 1980-10
Tómas R. Einarsson Kontrabassaleikari 1980-10

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.01.2016