Náttúra

<p>Björgvin Gíslason hefur sagt frá því að Náttúra hafi orðið til í árslok 1969 og þá hafist langur tími pælinga og æfinga. Sveitin kom svo fyst fram 10. júlí 1969 í Sigtúni skipuð Björgvini, Jónasi R. Jónssyni, Sigurði Árnasyni og Rafni Haraldssyni... Óli Garðars settist við trommurnar í stað Rabba í lok janúar 1971 og kom fyrst fram með bandinu í Tjarnarbúð 4. febrúar.</p> <p>Sveitin var metnaðarfull og tók þátt í merku verkefnum. Til að mynda flutti hún rokkóperuna Tommy í Sjónvarpinu 1969, sá um tónlistana í frægri uppfærslu á söngleiknum Hárinu 1971 og tónlist Atla Heimis Sveinssonar við ljóðaflokk Hrafns Gunnlaugssonar „Ástarljóð til litlu reiðu sólarinnar minnar“ sem fluttur var í Sjónvarpinu 22. mars 1971.</p> <p>Bandið starfaði til 1983 með talsverðum mannabreytingum sem raktar eru nokkuð skilmerkilega í Vísi 28. nóvember 1976...</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Áskell Másson Slagverksleikari 1972-01
Björgvin Gíslason Gítarleikari 1969-12 1973
Jóhann G. Jóhannsson Gítarleikari og Hljómborðsleikari 1972-01
Jónas R. Jónsson Söngvari og Flautuleikari 1969-12
Karl Jóhann Sighvatsson Organisti
Ólafur Garðarsson Trommuleikari 1971-01
Pétur Kristjánsson Söngvari 1972-01
Rafn Haraldsson Trommuleikari 1969-12 1971-01
Shady Owens Söngkona 1972-01
Sigurður Árnason Bassaleikari 1969-12
Sigurður Rúnar Jónsson Hljómborðsleikari 1970 1972-01

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.11.2015