Hljómkórinn Kammerkór
<p>Hljómkórinn hefur starfað um árabil og er eingöngu skipaður vel menntuðum söngvurum sem starfað hafa við tónlist allan sinn starfsferil, sungið við Íslensku óperuna, við óperuhús í Evrópu, stundað söngkennslu, kórstjórn og komið fram sem einsöngvarar á tónleikum o.fl. Kórinn hefur á efnisskrá sinni alla tónlist sem sungin er við kirkjulegar athafnir. Þá hefur einnig sungið á öðrum vettvangi, s.s. á þingum og ráðstefnum og haldið tónleika. Meðlimir kórsins leggja metnað sinn í góðan og vandaðan tónlistarflutning og fagleg vinnubrögð og syngur kórinn jafnt óperubókmenntir, sálma sem og annað við kirkjulegar athafnir; þjóðlög frá ýmsum löndum, djassslagara og sígild sönglög við önnur tækifæri. Ávallt hefur verið gerður mjög góður rómur að söng Hljómkórsins hvar sem hann hefur komið fram.</p>
<p>Meðlimir:</p>
<ul>
<li>Jóhanna Linnet - sópran</li>
<li>Signý Sæmundsdóttir - sópran</li>
<li>Inga Bachman - sópran</li>
<li>Margrét Óðinsdóttir - alt</li>
<li>Matthildur Matthíasdóttir - alt</li>
<li>Ragnheiður Linnet - alt</li>
<li>Friðrik S. Kristinsson - tenór</li>
<li>Snorri Wium - tenór</li>
<li>Sigurður S. Skagfjörð - bassi</li>
<li>Viðar Gunnarsson - bassi</li>
</ul>
<p align="right">Af FeceBook-síðu Hljómkórsins 26. júní 2015.</p>
Meðlimir
Tengt efni á öðrum vefjum
Margrét Óðinsdóttir uppfærði 21.08.2015