Hljómkórinn Kammerkór

<p>Hljómkórinn hefur starfað um árabil og er eingöngu skipaður vel menntuðum söngvurum sem starfað hafa við tónlist allan sinn starfsferil, sungið við Íslensku óperuna, við óperuhús í Evrópu, stundað söngkennslu, kórstjórn og komið fram sem einsöngvarar á tónleikum o.fl. Kórinn hefur á efnisskrá sinni alla tónlist sem sungin er við kirkjulegar athafnir. Þá hefur einnig sungið á öðrum vettvangi, s.s. á þingum og ráðstefnum og haldið tónleika. Meðlimir kórsins leggja metnað sinn í góðan og vandaðan tónlistarflutning og fagleg vinnubrögð og syngur kórinn jafnt óperubókmenntir, sálma sem og annað við kirkjulegar athafnir; þjóðlög frá ýmsum löndum, djassslagara og sígild sönglög við önnur tækifæri. Ávallt hefur verið gerður mjög góður rómur að söng Hljómkórsins hvar sem hann hefur komið fram.</p> <p>Meðlimir:</p> <ul> <li>Jóhanna Linnet - sópran</li> <li>Signý Sæmundsdóttir - sópran</li> <li>Inga Bachman - sópran</li> <li>Margrét Óðinsdóttir - alt</li> <li>Matthildur Matthíasdóttir - alt</li> <li>Ragnheiður Linnet - alt</li> <li>Friðrik S. Kristinsson - tenór</li> <li>Snorri Wium - tenór</li> <li>Sigurður S. Skagfjörð - bassi</li> <li>Viðar Gunnarsson - bassi</li> </ul> <p align="right">Af FeceBook-síðu Hljómkórsins 26. júní 2015.</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Friðrik Sæmundur Kristinsson Tenór
Inga Jónína Backman Söngkona 1993
Jóhanna Guðríður Linnet Sópran
Margrét Óðinsdóttir Söngkona 1993
Ragnheiður Linnet Alt
Signý Sæmundsdóttir Sópran
Sigurður Skagfjörð Steingrímsson Söngvari 1993
Snorri Wium Tenór
Viðar Gunnarsson Bassi

Tengt efni á öðrum vefjum

Margrét Óðinsdóttir uppfærði 21.08.2015