Sextett Ólafs Gauk Hljómsveit

<p>Sextett Ólafs Gauks sem varð hvað frægust var fyrst sett saman 1965. Upphaflega liðskipanin voru þau hjón Ólafur Gaukur gítar, Svanhildur Jabobsdóttir söngur, Halldór Pálsson saxafónn, sem var stutt með sveitinni, Björn R. Einarsson trambon og harmonika, Helgi Kristjánsson bassi, Þórarinn Ólafsson píanó og Þórarinn Ólafsson trommur. En síðar átti Guðmundur R. Einarsson, bróðir Björns R., eftir að leysa Þórarinn af við trommusettið en áður hafði Andrés Ingólfsson tekið við saxafónleik af Halldóri. En Andrés hafði áður leikið norðan heiða með Hljómsveit Ingimars Eydal.</p> <p>Árið 1967 urðu mikil mannaskipti á Sextett Ólafs Gauks þegar þrír ungir spilarar komu til liðs við þá. Þetta voru Rúnar Gunnarsson, sem þá var orðinn landsfrægur sem söngvari Dáta og lék hann á bassa í Sextett Ólafs Gauks auk þess að annast söng á móti Svanhildi, Karl Möller var sestur við píanóið en hann hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Dúmbó og Steina, og loks var Páll Valgeirsson sestur við trommurnar sem hann hafði með sér úr hljómsveitinni Tempó. Aðalvígstöðvar Sextettsins voru í Lídó á þessum tíma og með þessum mannskap hljóðritaði Ólafur Gaukur einnig eina af betri plötum ársins 1968, sem reyndar varð eina LP platan sem hljómsveit hans sendi frá sér; Fjórtán lög frá þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson. Eins og fram kemur í heiti plötunnar voru lögin öll eftir Oddgeir Kristjánsson en flestir textanna voru eftir Árna úr Eyjum eða Ása í Bæ, en útsetningarnar allar eftir hljómsvietarstjórann Ólaf Gauk. Þarna má heyra lög eins og Blítt og létt og Ég veit þú kemur. Rúnar Gunnarson yfirgaf hljómsveitina 1969...</p> <p align="right">Af Tónlist.is. Bárður Örn Bárðarson.</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Andrés Ingólfsson Saxófónleikari 1969
Björn R. Einarsson Harmonikuleikari og Básúnuleikari 1965
Carl Möller Píanóleikari 1967
Guðmundur R. Einarsson Trommuleikari
Halldór Pálsson Saxófónleikari 1965
Helgi E. Kristjánsson Bassaleikari 1965
Ólafur Gaukur Þórhallsson Gítarleikari 1965
Páll Böðvar Valgeirsson Trommuleikari 1967
Rúnar Gunnarsson Söngvari og Bassaleikari 1967 1969
Svanhildur Jakobsdóttir Söngkona 1965
Þórarinn Ólafsson Píanóleikari 1965

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.12.2015