Orion-kvintett Danshljómsveit

<p>Þriðja mars 1956 segir Morgunblaðið frá Orion kvintett, nýrri hljómsveit sem Eyþór Þorláksson hafi stofnað. Sveitin hafi æft undanfarna mánuði og muni koma fram í fyrsta sinn sunnudaginn 4. mars í Samkomuhúsi Ytri-Njarðvíkur. Í Tímanum 26. júní sama ár segir frá fyrirhugaðri utanlandsferð Orion kvintetts til Þýskalands og jafnvel Frakklands; bandið muni leika þar í sömu herstöðvum og KK-sextett lék í árið áður. Þarna skipa kvintettinn:</p> <ul> <li>Eyþór Þorláksson - gítar</li> <li>Andrés Ingólfsson - saxófónn</li> <li>Sigurður Þ. Guðmundsson - píanó</li> <li>Sigurbjörn Ingþórsson - bassi</li> <li>Guðjón Ingi Sigurðsson - trommur</li> <li>Elly Vilhjálms - söngur</li> </ul> <p>Allt úrvals fólk og „í hópi þeirra bestu á þeim tíma“ sagði <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1980675">Eyþór síðar í blaðavitaðil.</a> Sveitin spilaði mikið á Keflavíkurflugvelli og á helstu stöðum í Reykjavík segir Eyþór í sama viðtali ...</p> <p>Mannabreytingar höfðu orðið 1957 því á mynd af bandinu sem tekin er í Breiðfirðingabúð það ár er Hjörleifur Björnsson á bassa og Þórir Roff trommar.</p> <p>Sumarið 1957 spilaði hljómsveitin um allt Norðurland, á Akureyri, í Vaglaskógi og víðar. Gunnar Reynir Sveinsson var þá kominn til liðs við bandið. Þegar til Reykjavíkur kom spilaði sveitin í Breiðfirðingabúð fyrri hluta vetrar 1957 þar til hún hætti og Eyþór fór til Barcelona í ársbyrjun 1958.</p> <p>Í áðurnefndu viðtalið segir Eyþór: „... rafmagnsgítarinn var í stóru hlutverki í rokkinu og rokkið var á dagskrá hjá Orion. Ég var fljótur að tileinka mér hina nýju tónlist og lítið mál að spila rokktónlistina. Ég var þá löngu áður byrjaður að spila á rafmagnsgítar og byrjaði að spila á rafmagnsgítar með hljómsveit Björns R. Einarssonar í Breiðfirðingabúð upp úr 1950.“</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Andrés Ingólfsson Saxófónleikari 1956-04-17 1957-11/12
Ellý Vilhjálms Söngkona 1956-04-17
Eyþór Þorláksson Gítarleikari 1956-04-17 1957-11/12
Guðjón Ingi Sigurðsson Trommuleikari 1956-04-17
Gunnar Reynir Sveinsson 1957-06/08 1957-11/12
Hjörleifur Björnsson Bassaleikari 1957 1957-11/12
Sigurbjörn Ingþórsson Bassaleikari 1956-04-17
Sigurður Þ. Guðmundsson Píanóleikari 1956-04-17 1957-11/12
Þórir Roff Trommuleikari 1957

Skjöl

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.08.2014