Söngsveitin Fílharmónía Blandaður kór
<p>Söngsveilin Fílharmónía var stofnuð 1960. Upphaf hennar var í félaginu Fílharmóníu sem stofnað var ári fyrr af tónlistar- og áhugafólki um flutning kórverka með hljómsveit. Meðar þeirra var dr. Róbert Abraham Ottósson. Hann hefur með réttu verið kallaður „guðfaðir“ Söngsveitarinnar.</p>
<p>Þörf var til að stofna kór hér á landi sem tæki að sér flutning stórra kórverka með Sinfónluhljómsveit Íslands sem hafði starfað á tíu ár.</p>
<p>Dr. Róbert stjórnaði Söngsveitinni allt til dauðadags 1974. Starfsemin fyrstu tíu árin gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Frumflutt var á islandi hvert stórverkið á fætur öðru, Carmina Burana, Þýsk sálumessa Brahms, Sálmasinfónía Stravinskys, Sálumessa Verdis og 9. sinfónía Beethovens auk Messiasar og Sálumessu Mozarts sem bæði höfðu heyrst hér á landi áður. Tíu ára Söngsveit flutti Missa Solemnis eftir Beethoven árið 1970. Öllu brattar varð vart komist í kórsöng... [Sjá <a href="http://www.filharmonia.is/index.php?option=com_content&view=article&id=64&Itemid=70">nánar</a>]</p>
<p><a href="http://www.filharmonia.is/index.php?option=com_content&view=article&id=134&Itemid=64">Félagaskrá.</a>
<p align="right">Af vef Söngsveitarinnar Fílharmónía (10. desember 2014)</p>
Meðlimir
Nafn | Staða | Frá | Til | |
---|---|---|---|---|
![]() |
Bernharður Wilkinson | Stjórnandi | 1996 | 2003 |
![]() |
Guðmundur Emilsson | Stjórnandi | 1982 | 1986 |
![]() |
Guðríður Magnúsdóttir | Söngkona | 1960 | |
![]() |
Jóhannes Arason | Kórsöngvari | ||
![]() |
Kristín Guðrún Einarsdóttir Syre | Söngkona | 1960 | 1974 |
![]() |
Magnús Ragnarsson | Stjórnandi | 2006 | |
![]() |
Marteinn H. Friðriksson | Stjórnandi | 1976 | 1980 |
![]() |
Oliver Kentish | Stjórnandi | 2003 | 2006 |
![]() |
Róbert Abraham Ottósson | Stjórnandi | 1960 | 1974 |
![]() |
Sigurður Halldórsson | Söngvari | 1986 | 1995 |
![]() |
Snæbjörg Snæbjarnardóttir | Stjórnandi | ||
![]() |
Úlrik Ólason | Stjórnandi | 1988 | 1996 |
![]() |
Þóra Marteinsdóttir | Söngkona |
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.10.2020