<p>Hljómsveitin Buff var stofnuð árið 2000 á sjónvarpsstöðinni Skjár 1 þegar þar vantaði létta sveit til þess að vera húsband í þættinum "Björn og félagar" sem var í umsjón Björns Jr Friðbjörnssonar. Eftir að því ævintýri lauk fannst mönnum synd að þurfa að hætta að vinna saman og ákváðu að fara þess vegna inn á hinn almenna dansleikjamarkað og var sveitin lengi vel starfrækt sem tríó við góðar undirtektir.</p> <p>4 árum síðar var eftirspurnin eftir bandinu orðin mjög mikil og var þá ákveðið að bæta 2 mönnum í hópinn og varð sveitin ansi sterk við það. Árið 2005 var Buff ráðin til liðs við Stöð 2 sem húsbandið í þáttum Hemma Gunn, "Það var lagið". Var sveitin í því verkefni í rúmt ár og tók upp rúmlega 60 þætti með meistara Hemma, og er Hemmi oft kallaður faðir meðlima Buff eftir þetta. Þegar "Það var lagið" fór í loftið jókst eftirspurnin enn meir og hefur sveitin verið að spila rúmlega 40 helgar á ári ! Sem er mjög mikið á íslenskan mælikvarða!</p> <p>Sveitin hefur það orð á sér að það skín af þeim að meðlimir skemmta sér jafn vel á sviðinu og fólkið á dansgólfinu, það hefur sýnt sig að ef hljómsveitin skemmtir sér þá skemmta allir sér. BUFF hefur einnig þann kost að það er ekki erfitt fyrir sveitina að spila fyrir alla aldurshópa, hvort sem það er fyrir leikskóla eða elliheimili og allt þar á milli ! Það leiðist engum á balli með BUFF !</p> <p align="right">Af vefsíðu Þjóðhátíðar í Eyjum</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Einar Þór Jóhannsson Gítarleikari
Hannes Friðbjarnarson Trommuleikari
Haraldur Sveinbjörnsson
Pétur Örn Guðmundsson Söngvari
Stefán Örn Gunnlaugsson

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.11.2015