Hálft í hvoru Þjóðlagasveit

<p>... Hálft í hvoru skipuðu upphaflega þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Bergþóra Árnadóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu það ár, Heyrðu, og ári síðar gaf Menningar- og fræðslusamband alþýðu út plötuna Almannarómur, en sveitin fór víða um land til að kynna þá plötu og einnig í tónleikaferðir til Noregs og Svíþjóðar.</p> <p>Bergþóra hættí í Mjómsveitinni síðsumars 1982. Vorið eftir gaf sveitin út tveggja laga plötu og stóra þá um haustið, en vorið eftir fluttist Aðalsteinn Ásberg af landi brott. Varð þá nokkur stefnubreyting á tónlist sveitarinnar og talsverðar mannabreytingar fylgdu í kjölfarið.</p> <p>1986 kom út platan Götumynd með Hálft í hvoru og var Gísli einn eftir af stofnmeðlimum, en með honum í sveitinni voru Herdís Hallvarðsdóttir, Guðmundur Benediktsson og Hannes Jón Hannesson. Ingi Gunnar, Örvar og Eyjólfur gengu aftur í sveitína stuttu síðar, en Bergsteinn Björgúlfsson leysti svo Gísla af hólmi árið 1985 og þannig skipuð starfar sveitín enn þann dag í dag, þó starfsemi hennar sé stopul og hljómsveitin allbreytt frá því fyrstu skrefin voru stigin...</p> <p align="right">Horft um öxl. Morgunblaðið. 6. desember 1998, bls. B30</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Söngvari og Gítarleikari 1981
Bergþóra Árnadóttir 1981
Eyjólfur Kristjánsson Söngvari og Gítarleikari 1981
Gísli Helgason 1981

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.02.2016