Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór

Kvennakór Reykjavíkur hóf starfsemi sína í janúar 1993. Hugmynd að stofnun kórsins áttu Margrét J. Pálmadóttir ásamt áhugasömum konum í kórskóla Margrétar í Kramhúsinu árið 1992. Á fyrstu starfsárum kórsins var aðsókn mikil og stofnaði kórinn þrjá nýja kóra til að anna eftirspurn, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, Gospelsystur og Senjorítur. Auk þess var Vox feminae stofnaður af félögum innan Kvennakórs Reykjavíkur, sem vildu syngja oftar og erfiðari verk. Árið 2000 var samið um að Kvennakór Reykjavíkur hætti afskiftum af rekstri hinna kvennakóranna og þeir yrðu sjálfstæðir kórar. Kvennakór Reykjavíkur rekur nú Senjorítur, kór eldri kvenna.

Í Kvennakór Reykjavíkur eru að jafnaði 70 til 90 konur. Kórinn heldur tvenna fasta tónleika á ári, aðventutónleika og vortónleika. Auk þess hefur kórinn haldið skemmtitónleika u.þ.b. annað hvert ár, þar sem sungin hafa verið m.a. gospel lög, lög úr kvikmyndum, úr barnamyndum, Bítla- og Abbalög. Kórinn hefur farið í margar tónleikaferðir til útlanda og gefið út nokkra geisladiska...

Byggt á upplýsingum af vef Kvennakórs Reykjavíkur (28. apríl 2016)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ágota Joó Kórstjóri 2010-01
Margrét Pálmadóttir Kórstjóri 1993-01 1997-05
Sigrún Þorgeirsdóttir Kórstjóri 1997-09 2009-12

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.04.2016