Hljómsveit Akureyrar

Frétt frá Akureyri í Lögréttu 15. desember 1915 minnist stuttlega á nýstofnaða Hljómsveit Akureyrar. Formaður (stjórnandi) sé Hjalti Sigtryggsson. Sveitin hélt „hljómleik (Orkester) í leikhúsinu hjer á sunnudagskvöldið [5. desember] og þótti takast mjög vel. Aðsókn ver meiri en húsrúm leyfði.“

Tónleikarnir voru auglýstir í Íslendingi 26. nóvember. Ef marka má timari.is kemur þar orðið „hljómsveit“ í fyrsta sinn fram á prenti.

Tónlistarsafni Íslands barst ljósmynd af Hljómsveit Akureyrar frá Árna Kristjánssyni píanóleikara. Myndin er sögð tekin um 1920 og eru spilarar þar nafngreindir....

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.04.2016