Sinfóníuhljómsveit Íslands Sinfóníuhljómsveit
<p>Sinfónían átti sér merka forsögu í tilraunum til og stofna hljómsveit sem flutt gæti Íslendingum sinfóníska tónlist. Hljómsveit Reykjavíkur tók til starfa upp úr 1920, flutti borgarbúum klassíska tónlist og lék á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, Jón Leifs kom með Fílharmoníuhljómsveit Hamborgar sumarið 1926, Tónlistarskólinn í Reykjavík tók til starfa 1930 – stofnaður meðal annars til að þjálfa spilara í hljómsveit – Hljómsveit Reykjavíkur starfaði á 5. áratugnum, svo dæmi séu tínd til. Sinfóníuhljómsveit Íslands Íslands hélt hins vegar sína fyrstu tónleika 9. mars 1950 í Austurbæjarbíói þar sem Róbert Abraham Ottósson stjórnaði verkum eftir Beethoven, Bartók, Haydn og Schubert...</p>
<blockquote>Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru 9. mars 1950 í Austurbæjarbíói. Næstu tónleikar voru svo við opnun Þjóðleikhússins sunnudaginn 30. apríl og síðan frá og með haustinu voru tónleikar reglulega hálfsmánaðarlega á veturna í Þjóðleikhúsinu og alveg til ársins 1961 að hljómsveitin flytur sig yfir í Háskólabíó við opnun hússins. Reyndar fékk hún ekki nafnið Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrr en árið 1956. Hún hét bara Sinfóníuhljómsveitin. Árið 1956 varð til reglugerð um það að við ættum að fara út á land og kynna hljómsveitina þar og íslenska tónlist og þá varð hún að Sinfóníuhljómsveit Íslands.</blockquote>
<p align="right">Jónas Þórir Dagbjartsson í <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1860144">Lesbók Morgunblaðsins 18. ágúst 1996, bls. B 11.</a></p>
Meðlimir
Skjöl
![]() |
merki-sinfo | Mynd/jpg |
![]() |
Sinfóníuhljómsveit Íslands | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum
- Austurríki - Landshorna á milli með Sifnóníuhljómsveit Íslands - 1. hluti. Gísli Sigurðsson. Lesbók Morgunblaðsins. 4. júlí 1981, bls. 8
- Austurríki - Landshorna á milli með Sifnóníuhljómsveit Íslands - 2. hluti. Gísli Sigurðsson. Lesbók Morgunblaðsins 27. júní 1981, bls. 15
- Austurríki - Landshorna á milli með Sifnóníuhljómsveit Íslands - 3. hluti. Gísli Sigurðsson. Lesbók Morgunblaðsins 4. júlí 1981, bls. 7.
- Draumurinn sem rættist. Rætt við Jón Þórarinsson í tilefni 50 ára afmælis sveitarinnar. Morgunblaðið. 12. mars 2000, bls. 20
- Saga Sinfóníuhljómsveitar Íslands – Upphafsárin. Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
- Sifnóníuhljómsveitin tíu ára. Fálkinn. 18. mars 1963, bls. 3
- Sinfóníuhljómsveitin nýja. Vikan. 23. mars 1950, bls. 1
- Sinfóníuhljómsveitin á æfingu. Lesbók Morgunblaðsins. 24. desember 1977, bls. 16-19.
- WWW
- YouTube
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.10.2020