Háskólakórinn Blandaður kór

Háskólakórinn hefur verið starfræktur síðan 1972. Í kórnum er mikill metnaður í flutningi verka, en hann heldur að minnsta kosti tvenna tónleika á ári auk þess að syngja við útskriftir og ýmsar aðrar athafnir Háskólans. Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson og eru meðlimir í dag rúmlega sjötíu talsins og eru meðlimir bæði úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Háskólakórinn syngur tónlist af ýmsu tagi en yfirleitt er lögð aðaláhersla á íslenska tónlist og á hverju ári er frumflutt eitt verk eftir íslenskt tónskáld. Einnig er eitt stórt kórverk flutt á hverju ári, oftast í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Unga Fólksins, en stjórnandi hennar er einnig Gunnsteinn Ólafsson.

Kórinn heldur æfingabúðir tvisvar á ári, útilegu einu sinni á sumri, mörg samkvæmi, þar á meðal árlegt grímuball og árshátíð, og margt fleira. Farið er í utanlandsferð annað hvert ár og íslensk tónlist kynnt fyrir fólki þeirra landa sem verða fyrir valinu hvert sinn.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Árni Harðarson Kórstjóri 1983 1989
Egil Gunnarsson Kórstjóri
Gunnsteinn Ólafsson Kórstjóri 2007
Hákon Leifsson Kórstjóri
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir Söngvari
Hjálmar H. Ragnarsson Kórstjóri
Rut L. Magnússon Kórstjóri 1972

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.07.2016