Nordic Affect Kammerhópur

Kammerhópurinn Nordic Affect var stofnaður árið 2005 með það að markmiði að miðla ríkidómi tónlistar 17.og 18. aldar og flytja samtímatónlist. Meðlimir hópsins eiga allir að baki nám í sagnfræðilegum hljóðfæraleik og koma reglulega fram víða um Evrópu. Það að skoða þekktar stærðir út frá nýjum hliðum og halda á ókönnuð mið einkennir starf þeirra en Nordic Affect hefur með tónleikum sínum á Íslandi og víðs vegar um Evrópu flutt allt frá danstónlist 17.aldar til hinnar spennandi raftónsköpunar nútímans og hlotið fyrir afbragðs dóma. NoA hefur m.a. hljóðritað fyrir Ríkisútvarpið og Samband Evrópskra Útvarpsstöðva. Fyrsti geisladiskurinn með leik þeirra; Apocrypha eftir Huga Guðmundsson var tilnefndur til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og hlaut Kraumsverðlaunin 2008. Leik þeirra er jafnframt að finna á Hymnodia Sacra, geisladisk kammerkórsins Carmina sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin á síðasta ári og þann 1. janúar kom út á heimsvísu nýr geisladiskur NoA með verkum eftir Abel á vegum hollenska útgáfufyrirtćkisins Brilliant Classics. Hópurinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði menntamálaráðuneytisins og Menningarsjóði Hlaðvarpans

Listrænn stjórnandi hópsins er Halla Steinunn Stefánsdóttir.

- - - - -

The chamber ensemble Nordic Affect was formed in 2005 to promote music of the 17th and 18th centuries and the performance of contemporary music. Each of the musicians in the group is a specialist in historical performance having studied both in Europe and the USA. Members of Nordic Affect perform as soloist and chamber musicians throughout Europe as well as being active orchestral musicians with various well-known period instrument ensembles. Since its debut in 2005 at the Skálholt Summer Concerts the group has performed widely in Iceland and on the Continent.

Their performances have been received with great critical acclaim and the group has been praised for their energetic and stylistic bravura. Nordic Affect has performed for the Icelandic Broadcasting Service and the European Broadcasting Service. Nordic Affect’s first CD, a recording of a new piece Apocrypha by Hugi Gudmundsson, received The Kraumur Award in 2008 as well as a nomination for an Iceland Music Award. A collaboration with the Carmina chamber choir resulted in a recording with Icelandic early music which received an Icelandic Music Award in 2011. Their latest recording, a CD with works by Carl Friedrich Abel was released by Brilliant Classics at the beginning of this year. The ensemble is supported by Reykjavík City, The Ministry of Culture’s Music Fund and The Women’s Cultural Foundation Hlađvarpinn.

The artistic director of Nordic Affect since its foundation has been Halla Steinunn Stefánsdóttir.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 3. júlí 2012.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Georgia Browne Flautuleikari
Guðrún Hrund Harðardóttir Víóluleikari 2005
Halla Steinunn Stefánsdóttir Fiðluleikari 2005
Hanna Loftsdóttir Sellóleikari 2005

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2015