Söngfélagið 17. júní Karlakór

Aðal stofnandi félagsins var Sigfúsar Einarssonar tónskálds sem stjórnaði kórnum þau ár sem hann starfaði. Á stofnfundinum sem haldinn var 14. september 1911 í gamla presatskólahúsinu(1) voru eftirtaldir konsnir í stjórn: Sigfús Enarsson - söngstjóri, Jón Laxdal - formaður og Pétur Halldórsson - gjaldkeri.

Reglur fyrir félagið voru samþykktar á fundi 24. september og tónleikar haldnir í Bárubúð, sem stóð þar sem nú stendur Ráðhús Reykjavíkur, 15., 17., 21. og 22. september og var skólabörnum boðið á tónleikana.

Kórinn var ákveðið forystuafl í sönglíf bæjarnis og söng víða og mikið. Nokkuð er fjallað um félagið í Hörpu minninganna, ævisögu Árna Thorsteinsonar tónskáld (bls. 363-370), félagsmenn nákvæmlega listaðir og sagt frá tónleiku. Í ævisögu Sigfúsar Einarssonar tónskálds er líka fjallað um félagið (bls. 76-79). Þar segir meðal annars á bls. 79:

Hinn 17. júní 1919 var handinn fundir í söngfélaginu „17. júní“ og þar m.a. rætt um, hvort kórinn skyldi halda áfram; hann var kominn í fjárþröng og kassinn tómur. Urðu nokkrar umræður um þetta mál, og eins og gengur, voru sumir með framhaldsstarfi, aðrir á móti. Söngstjórinn stakk upp á því, að kórinn hæfi þá þegar æfingar og ynni af kappi, með utanför að takmarki til tónleikahalds. Ekki urðu félagarnir sammála um tillögu söngstjóra, og var málinu frestað til aðalfundar, sem skyldi haldinn að skömmum tíma liðnum. Ekki er bókun finnanleg um þann fund og lýkur þar með sögu hins vinsæla söngfélags „17. júní“, hvað sem valdð hefur.

_________
(1) Prestaskólahúsið gamla var reist 1802 og stóð þar sem nú er Austurstræti 22.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.03.2018