Tilvera Rokksveit

Vorið 1969 sprungu tvær vinsælustu hljómsveitir landsins Hljómar og Flowers í loft upp og mikill eftirskjálfti skók íslenkan poppmarkað þar sem hljómsveitir tóku margvíslegum mannabreytingum, aðrar hættu og eða nýjar urðu til.

Ein þeirra hljómsveita sem til urðu í þessum eftirskjálfta var hljómsveitin Tilvera. Engilbert Jensen sem sungið hafði og trommað með Hljómum fór ekki með völdum félögum yfir í nýstofnaða Trúbrot, heldur stofnaði nýjan flokk í félagi við söngvarann og gítarleikarann Axel Einarsson, sem áður hafði verið bæði í Sálinni og Persónu, bassaleikarann úr Flowers Jóhann Kristjánsson, og Rúnar Gunnarson sem getið hafði sér frægðar með Dátum en hafði starfað um alllangt skeið sem bassaleikari og söngvari með Sextett Ólafs Gauk.

Þessi liðskipan sveitarinnar var þó ekki langlíf því fljólega eftir að sveitin hóf að koma fram yfirgaf aðalstofnandinn Engilbert hana ásamt Rúnari Gunnarssyni en í þeirra stað kom trommuleikarinn Ólafur Garðarsson úr Óðmönnum, ásamt Pétri Péturssyni á orgel.

Með þessa skipan sveitarinnar héldu þeir til Danmerkur í júlí 1970 með það fyrir augum að taka upp efni til útgáfu bæði á ensku og íslensku, en ætlunin var að gefa út smáskífur með bandinu. 25. júlí tók sveitin upp í Metronome hljóðverinu í Kaupmannahöfn.

Fyrri platan af tveim kom út sama ár og innihélt lögin Kalli sæti og Ferðin sem bæði voru eftir Axel Einarsson. Skömmu eftir útkomu þeirrar plötu leysti Axel sveitina upp og stofnaði Icecross. Tilvera hafði starfað þennan tíma í skugga sér þekktari sveita eins og Trúbrots og Náttúru. Seinni platan kom út snemma árs 1971 og innihélt lögin Lífið og Hell Road.

Tilvera var hætt störfum þegar efni á þriðju skífunni kom út, sem ekki kom út á nafni Tilveru heldur Axels Einarssonar forsprekka hópsins, sem á þeim tímapunkti var ásamt félögum sínum í Icecross staddur í Norður-Evrópu.

Bárður Örn Bárðarson á Tónlist.is

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Axel Einarsson Gítarleikari 1969-08
Engilbert Jensen Trommuleikari 1969-08
Gunnar Hermannsson Bassaleikari
Herbert Guðmundsson Söngvari 1970 1972
Jóhann Kristjánsson 1969-08 1970-07
Ólafur Garðarsson Trommuleikari
Ólafur Sigurðsson Trommuleikari
Rúnar Gunnarsson Söngvari og Gítarleikari 1969-08

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.11.2015