Kóral-kvintettinn Hljómsveit

Kóral-kvintettinum var stofnaður sem skólahljómsveit á Bifröst 1960 og hafði þar aðsetur á veturna. Á sumrin gerði bandið út frá Mývatnssveit því hljómsveitarstjórinn Jón Illugason (Jóndi) var heimamaðurinn en hann og Jón Stefánsson (Jónsi) voru systkinasynir. Jón var algengt nafn í Mývatnssveit og því nauðsynlegt að leita allra mögulegra styttinga; gælunöfnin urða svo að föstum nöfnum þessara snillinga.

Upphaflega voru í hljómsveitinni:

  • Jóndi - hljómveitarstjóri og gítarleikari (1960-).
  • Birgir Marinósson, frá Engihlíð á Árskógsströnd, seinna starfsmannastjóri Álafoss - víbrafónn; samdi auk þess mikið af lagatextum (1960-).
  • Guðvarður Kjartansson, Flateyringur og framkvæmdastjóri - trompet (1960-1963, sumar).
  • Ögmundur Einarsson, forstjóri Sorpu - píanó (1960-).
  • Kári Jónasson, fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu - trommuleikur og söngur (1960-1963, sumar).

Eins og títt er með hljómsveitir urðu mannaskipti í Kóral. Sumarið 1963 hættu Kári og Guðvarður en í þeirra stað komu Jónsi á bassa og trompet (1963-?) og prófessor Höskuldur Þráinsson á trommur (1963-?). Þá spilaði líka með hljómsveitinni á píanó og harmónikku Jón Árni Sigfússon, föðurbróðir Jónsa auk þess sem Sólveig Illugadóttir, frænka Jónsa söng með þeim um tíma.

Höskuldur segir svo frá:

Hljómsveitin tók sér aldrei hlé á dansleikjum öll í einu heldur spiluðu þeir Jóndi og Jónsi á gítar og bassa nokkur lög svona einu sinni á ballinu, kannski tvær syrpur eða svo, og við Jón Árni fengum þá frí - og síðan spilaði Jón Árni nokkur lög á nikkuna og ég á trommurnar og hinir fengu frí á meðan. Ég man ekki eftir neinum formlegum umsögnum um hljómsveitina en man þó að Hreiðar Karlsson, síðar kaupfélagsstjóri á Húsavík, sagði að hljómsveitin væri „merkasta framlag Mývetninga til heimsmenningarinnar“ eða eitthvað á þá leið. Það var auðvitað þegar ég lék með sveitinni ! Jóndi sá um lagavalið sem var blanda vinsælla dægurlaga. Hann tók lögin upp á segulband og við stældum svo upptökuna. Dálítið var af jass-skotnum klassískum dægurlögum, sem voru uppáhald Jónda og svo eitthvað af gömludansalögum.

Gunnlaugur Snævarr – apríl 2015.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Kári Jónasson Söngvari og Trommuleikari 1960 1963

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.10.2015