Sveitin var stofnuð á Bíldudal 1962 af Hirti Guðbjartssyni. Auk Hjartar léku fyrst með bandinu Ástvaldur Jónsson - gítar, Jón G. Ingimarsson - trommur og Jón Kr. Ólafsson sem söng þar til sveitin hætti 1969 ef frá er talið sumarið 1965 og fram að jólum það ár. Matthías Garðarsson lék með sveitinni sumarið 1965. Haustið 1966 tók Pétur Bjarnason við sem hljómsveitarstjóri. Á meðan Pétur lék með hljómsveitinni voru eftirtaldir spilarar með: Ástvaldur Jónsson, Grétar Ingimarsson, Sverrir Einarsson, Jón Ingimarsson og Bragi Jónsson frá Drangsnesi. Sveitin hljóðritaði fjögurra laga hljómplötur 1969 sem SG-hljópmlötur gaf út.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Jón Ástvaldur Hall Jónsson 1962 1969
Jón Kr. Ólafsson Söngvari 1962 1969

Skjöl

Facon 1967 Mynd/jpg
Facon 1969 Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.07.2019