Sólskin / Sunshine

<p>... Í hljómsveitinni Sólskin eru þrir menn, sem hafa verið atvinnumenn nokkuð lengi, þó þeir hafi ekki leikið saman áður. Þeir eru Thomas Lansdown (Roof Tops), Hannes Jón Hannesson (Brimkló) og Herbert Guðmundsson (Ástarkveðja). Þeir þremenningar koma úr þremur gjörólikum hljómsveitum. Tónlistarstefna þeirra hefur verið mjög frábrugðin og lífsviðhorf jafnvel enn ólíkari. Eitt meginmarkmið hafa þó allir átt sameiginlegt: brauðstrit. Hinir tveir eru ekki eins reyndir í faginu. Þó er Sólskin þriðja hljómsveitin sem þeir starfa með. Þeir eru Ólafur Kolbeinsson og Ágúst Guðmundsson (Steinblóm)...</p> <p align="right">Vikan 11. september 1974, bls. 32-33 – umfjöllun um Sólskin</p> <p>Sveitin var líka nefnd&nbsp;„Sunshine“ uppá ensku. Morgunblaðið fjallar um bandið 14. júlí 1974 og segir spilamennsku um það bil að hefjast eftir æfingar í mánuð. Sveitin hefur samkvæmt því orðið til í júní 1974. Bandið finnst síðast auglýst á&nbsp;Röðli 14. nóvember 1974.</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ágúst Birgisson Bassaleikari 1974-06 1974-11
Hannes Jón Hannesson Söngvari og Gítarleikari 1974-06 1974-11
Herbert Guðmundsson Söngvari 1974-06 1974-11
Ólafur J. Kolbeins Trommuleikari 1974-06 1974-11
Thomas R. Lansdown Gítarleikari 1974-06 1974-11

Skjöl

Sólski 1974 Mynd/jpg
Sólski 1974 Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.06.2016