Hundur í óskilum Hljómsveit

<p>Hljómsveitin Hundur í óskilum er skipuð Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni. Hún tók til starfa á síðari helmingi 20. aldar og hefur spilað óslitið síðan þá. Hljómsveitin var stofnuð upp úr leifum hljómsveitarinnar “Börn hins látna” sem einnig var skipuð þeim Hjörleifi og Eiríki. Börn hins látna var aftur á móti afsprengi dúettsins “Blóm og kransar” sem skipaður var þeim Eiríki og Hjörleifi.</p> <p>Hljómsveitin Hundur í óskilum hefur frá upphafi fengist við að flytja tónlist, þ.e.a.s. tónlistarflutning, enda eru meðlimir hennar báðir tónlistarmenn. Tónlist Hunds í óskilum spannar allar nótur tónstigans og má segja að það sé eitt helsta vörumerki hljómsveitarinnar. Þá einkennist hún af bæði söng og hljóðfæraleik.</p> <p>Á ferli sínum hefur hljómsveitin komið fram á mörgum opinberum stöðum og hafa þeir félagar þá oftar en ekki tekið lagið og leikið undir á hljóðfæri sín. Hafa áheyrendur víða gert góðan róm að tónlistarflutningi þeirra og klappað á eftir hverju lagi. Hundur í óskilum hefur gefið út eina plötu en hún er uppseld. Platan hafði að geyma mörg lög enda tekin upp á tónleikum þar sem fjöldi laga var fluttur.</p> <p align="right">Texti af Miði.is.</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Eiríkur Stephensen Hljóðfæraleikari 1994
Hjörleifur Hjartarson Söngvari og Gítarkennari 1994

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.10.2015