Mods Poppsveit

<p>Sveitin var stofnuð um áramótin 1966-1967 og sést fyrst auglýst á dansleik í Glaumbæ sem Unglingaklúbbur F.U.F. hélt 5. júlí 1967. Bandið spilar mikið á helstu danshúsum í Reykjavík og virðist fljótlega hafa orðið vinsælt; gjarnan sagt þekkt, vinsælt eða geisivinsælt.</p> <p>Í lok ágúst 1967 segir frá því að hljómsveitin Dátar sé hætt og látið fljóta með sem aukafrétt að Mods sé líka hætt. Nánari skýringu mátti lesa í dagblöðum dagana á eftir þar sem mikilli uppstokkun bransans er lýst.</p> <p>Mods eru aftur komin á kreik 7. júní 1968 þegar auglýst er ball með þeim og Bendix í Búðinni. Hjörtur Blöndal var þá tekin við bassanum af&nbsp;Sigurjóni Sighvatssyni...</p> <p>Enn eru breytingar. „Mods í Tónabæ“ segir Mogginn 13. nóvember 1969. Nýr bassaleikar og heita ekki Arfi lengur, nafn sem fyrri bassaleikari taldi sig eiga, heldur Mods eins og áður. Þarna er mannskapurinn:</p> <ul> <li>Gunnar Jónsson - söngur</li> <li>Kári Jónsson - bassi</li> <li>Ásgeir Óskarsson - trommur</li> <li>Magnús Halldórsson - orgel</li> <li>Tómas Tómasson - gítar</li> </ul> <p>Sami mannskapur skipaði bandið á Pophátíð í Tjarnarbæ 26. febrúar 1970 þar sem ásamt Mods fram komu heitustu bönd dagsins: Tirx, Náttúra, Tilvear og Litli matjurtagarðurinn...</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ásgeir Óskarsson Trommuleikari 1969-11
Hjörtur Blöndal Bassaleikari 1968-05
Kári Jónsson Gítarleikari 1967-01
Kári Jónsson Bassaleikari 1969-11
Magnús Halldórsson Hljómborðsleikari
Sigurjón Sighvatsson Bassaleikari 1967-01
Sveinn Björgvin Larsson Trommuleikari 1967-01
Tómas Magnús Tómasson Gítarleikari 1969-11

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.07.2016