Hljómeyki Kammerkór

Hljómeyki var stofnað árið 1974 og hélt fyrst tónleika í Norræna húsinu 23. mars árið 1974. Hópurinn starfaði fyrstu árin undir stjórn Rutar L. Magnússon og flutti þá aðallega veraldlega tónlist frá ýmsum löndum. Árið 1994 tók Bernharður Wilkinson við sem stjórnandi kórsins, en kórinn hafði fram að því ekki haft fastan stjórnanda.

Árið 1986 tók kórinn upp samvinnu við Sumartónleika í Skálholti og hefur síðan þá lagt megináherslu á flutning nýrrar íslenskrar tónlistar. Í Skálholti hefur Hljómeyki flutt ný verk eftir mörg helstu tónskáld landsins — af efnisskrám undanfarinna sumra má nefna Máríuvísur Hildigunnar Rúnarsdóttur, Mansöng úr Ólafs rímu Grænlendings eftir Jórunni Viðar, mótettur Úlfars Inga Haraldssonar og Óttusöngva að vori eftir Jón Nordal. Hljómeyki hefur frumflutt yfir 40 tónverk, innlend sem erlend, og var í hópi 13 kóra um víða veröld sem pantaði og frumflutti verkið Glory and the Dream eftir Richard Rodney Bennett vorið 2001. Verkið og flutningurinn hér á landi fengu frábæra dóma.

Hljómeyki hefur einnig tekið þátt í óperuflutningi og má þar nefna Dido og Æneas eftir Purcell, Orfeus og Evridísi eftir Gluck, Orfeo eftir Monteverdi, La Clemenza di Tito eftir Mozart og Carmen eftir Bizet. Síðastnefndu verkin söng kórinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands en Hljómeyki hefur komið reglulega fram með hljómsveitinni á undanförnum árum.

Hljómeyki hefur gefið út fjóra geisladiska, með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur og Jón Nordal og fleiri eru í bígerð.

Í maí 2008 tók tók kórinn þátt í hinni virtu kórakeppni Florilège Vocal de Tours. Tuttugu og einn kór hvaðanæva að úr heiminum tók þátt og varð Hljómeyki hlutskarpast í flokki kammerkóra ásamt kammerkórnum Khreschatyk frá Úkraínu. Í umsögnum dómnefndar sagði meðal annars að Hljómeyki hefði fallegan hljóm og einkar hrífandi og hjartnæma túlkun.

Af FaceBook-síðu Hljómeykis (10. desember 2014)

Meðlimir á 40 ára söngafmælistónleikum 23. mars 2014:

 • Alda Úlfarsdóttir
 • Árni Áskelsson
 • Björn Hjaltason
 • Björney Inga Björnsdóttir
 • Brynhildur Auðbjargardóttir
 • Egill Gunnarsson
 • Einar Jóhannesson
 • Elín Arna Aspelund
 • Elísabet Indra Ragnarsdóttir
 • Guðmundur Arnlaugsson
 • Guðmundur Sigurjónsson
 • Gunnar Guðnason
 • Hákon Þrastar Björnsson
 • Heiðrún Hákonardóttir
 • Helga Magnúsdóttir
 • Hildigunnur Rúnarsdóttir
 • Hjörtur Þorbjörnsson
 • Oddur Smári Rafnsson
 • Ragnheiður Lárusdóttir
 • Sigríður Lárusdóttir
 • Svanhildur Óskarsdóttir
 • Valborg Steingrímsdóttir
 • Þorbjörg Daphne Hall
 • Þorbjörn Rúnarsson

English

The chamber choir Hljómeyki was founded in 1974. It is one of Iceland’s finest choirs. It focuses mainly on contemporary Icelandic music, commissioning at least one major work annually. Hljómeyki has represented Iceland in choral competitions and festivals, and has published 5 CD’s with Icelandic music. In recent years it has frequently collaborated with the Iceland Symphony Orchestra. Other recent projects include Schnittke’s Concerto for Choir and Rachmaninov’s Vespers. Hljómeyki’s conductor is Marta G. Halldórsdóttir.

Af FaceBook-síðu Hljómeykis (10. desember 2014)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Bernharður Wilkinson Stjórnandi 1994
Einar Jóhannesson Söngvari
Elísabet Indra Ragnarsdóttir Söngkona
Halldór Vilhelmsson Söngvari 1974
Hildigunnur Rúnarsdóttir Söngkona
Magnús Ragnarsson Stjórnandi 2006 2011
Marta Guðrún Halldórsdóttir Stjórnandi 2011 2006
Rut L. Magnússon Stjórnandi 1974
Svanhildur Óskarsdóttir

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.10.2020