Sniglabandið Hljómsveit

Sniglabandið var upphaflega nátengt Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Eftir því sem árin liðu fór hljómsveitin að feta sína eigin slóð og lúta sínum eigin lögmálum.

Liðsmenn voru upphaflega Skúli Gautason, söngur og gítar Sigurður Kristinsson, trommur Bjarni Bragi Kjartansson, bassi Ólafur Unnar Jóhannson, söngur. Fljótlega urðu mannaskipti, Ólafur hætti en Stefán Hilmarsson gerðist söngvari bandsins, Björgvin Ploder settist við trommusettið en Sigurður tók sér rafgítar í hönd. Einar Rúnarsson orgelleikari kom sterkur inn. Þannig skipað lék Sniglabandið á áramótadansleik á Þórshöfn á Langanesi á gamlárskvöld 1985.

1987 hættu þeir Stefán og Sigurður, en Baldvin Ringsted tók við rafgítarleik. Sigurður kom þó inn aftur árið 1989 þegar hljómsveitin fór í fræga för til Sovétríkjanna sálugu. Eftir heimkomuna hætti Bjarni Bragi, en Friðþjófur Sigurðsson tók við bassanum. Baldvin hætti 1990 og var Þorgils Björgvinsson ráðinn rafgítarleikari hljómsveitarinnar og hefur verið það æ síðan. Pálmi Sigurhjartarson settist við píanóið 1992. Þá var hljómsveitin þannig skipuð: Björgvin Ploder, trommur og söngur Einar Rúnarsson, orgel og söngur Friðþjófur Sigurðsson, bassi Pálmi Sigurhjartarson, píanó og söngur Skúli Gautason, gítar, slagverk og söngur Þorgils Björgvinsson, gítar og söngur

Um miðjan tíunda áratug 20. aldar tóku þeir Friðþjófur og Skúli sér hlé frá störfum til að fara á drykkjumannahæli. Í hléinu reyndu flestir af fremstu bassaleikurum þjóðarinnar fyrir sér í bassaleikarastöðunni, en entust illa. Þar má nefna Tómas M. Tómasson, Jakob Smára Magnússon, Þórð Högnason, Harald Þorsteinsson og Eið Arnarson. Hljómsveitin var komin í sitt fyrra horf uppúr aldamótum og þannig er hljomsveitin skipuð enn þann dag í dag (þetta er ritað 2013).

Bandið stofnða 1985 og hefur fram til þessa [2016] gefið út 13 plötur

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Pálmi Sigurhjartarson Píanóleikari 1992

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.05.2016