Hljómsveit Björns R. Einarssonar Danshljómsveit

<h4>1945 nóvember - 1946 nóvember</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna og söngur, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Axel Kristjánsson - gítar, Haraldur Guðmundsson - trompet, Gunnar Egilsson - klarinett, <u>Árni Ísleifsson</u> - píanó (-)*.</p> <ul> <li>Svo virðist sem Axel, Haraldur, Gunnar og Árni hafi stofnað sveitina en bræðurni Björn R. og Guðmundur R. verið fengnir með síðar.</li> <li>Bandið spilaði mesti í Listamannaskálanum, lagði áherslu á dixyland músík og varð fljótt mjög vinsælt hjá ungu kynslóðinni.</li> </ul> <p>* Nöfn manna sem ganga í eða úr hljómsveitinni eru undirstrikuð; mínus í sviga aftan við menn merkir að viðkomandi hættir í bandinu. Ef fjallað er frekar um manninn undir upptalningu liðsskipunar er nafn hans líka undirstrikað þar.</p> <hr /> <h4>1946 nóvember - 1947 apríl / maí</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna og söngur, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Axel Kristjánsson - gítar, Haraldur Guðmundsson - trompet, Gunnar Egilsson - klarinett, <u>Carl Billich</u> - píanó (-), <u>Árni Björnsson</u> - píanó (-).</p> <ul> <li><u>Billich</u> hætti og stofnaði eigin hljómsveit; <u>Árni Björnsson</u> hætti.</li> </ul> <hr /> <h4>1947 maí - 1947 desember</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna og söngur, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Axel Kristjánsson - gítar, Haraldur Guðmundsson - trompet, <u>Gunnar Egilsson</u> - klarinett (-), <u>Kristján Magnússon</u> - píanó (-), <u>Gunnar Ormslev</u> - alt sax (-).</p> <ul> <li>Bandið lék inn á nokkrar hljómplötur í áramótaþætti Útvarpsins í desember 1947.</li> <li><u>Kristján Magnússon</u> spilaði á skóladansæfingum frá október 1946 en byrjaði svo með Birni R. Um áramótin hættir Kristján og gengur til liðs við ÓG tríó (Óli Gaukur) og síðar KK-sextett í mars 1948 þá 17 ára gamll; sagður góður hljóma-píanisti.</li> <li>Í ágúst kemur <u>Gunnar Ormslev</u> úr GÓ kvintett í stað Gunnars Egilssonar. Eftir nokkrar vikur varð Ormslev að hætta; var ekki meðlimur í FÍH (Félag íslenskra hljómlistarmanna). Í janúar 1948 gengur hann til liðs við KK-sextett og leikur þá á teór sax. Í september sama ár er hann aftur orðinn meðlimur í Hljómsveit Björns R.</li> <li><u>Gunnar Egilsson</u> fer til Los Angeles 15. ágúst þar sem hann nemur klarinettuleik; aftur mættur til Íslands í febrúar 1948.</li> </ul> <hr /> <h4>1947 desember - 1948 febrúar</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna og söngur, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Axel Kristjánsson - gítar, Haraldur Guðmundsson - trompet, <u>Árni Elfar</u> - píanó.</p> <hr /> <h4>1948, 5. febrúar - 1948 september</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna og harmonika, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Axel Kristjánsson - gítar, <u>Haraldur Guðmundsson</u> - trompet (-), <u>Gunnar Egilsson</u> - klarinett (-), Árni Elfar - píanó.</p> <ul> <li>Til er ágæt útvarpshljóðritun með þessu bandi frá ágúst og september 1949.</li> <li><u>Haraldur</u> hætti í sveitinni og fór til Vestmannaeyja og stofnar þar eigin hljómsveit.</li> <li>Í september fer <u>Gunnar Egilsson</u> til Englands í frekara nám. Spilar að því loknu með Hljómsveit Carls Billich á Hótel Borg en kemu aftur til Björns.</li> </ul> <hr /> <h4>1948, 6. september - 1949 janúar</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna, söngur og harmonika, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Axel Kristjánsson - gítar, <u>Gunnar Ormslev</u> - alt sax, <u>Guðmundur Vilbergsson</u> - tromped, Árni Elfar - píanó.</p> <ul> <li>Sveitin spilaði mest í Breiðfirðingabúð.</li> <li><u>Gunnar Ormslev</u> og <u>Guðmundur Vilbergsson</u> koma í bandið úr KK-sextett í júní þegar Kristján hætti tímabundið með hljómsveit. Guðmundur fer svo að spila með Ólafi Péturssyni í Mjólkurstöðinni; einnig með Steinþóri Steingrímssyni og KK-sextett.</li> </ul> <hr /> <h4>1949, 7. janúar - 1949 júní</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna, söngur og harmonika, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Axel Kristjánsson - gítar og kontrabassa, Gunnar Ormslev - alt sax, <u>Eyþór Þorláksson</u> - gítar (-), Árni Elfar - píanó.</p> <ul> <li>Í maí byrjun skiptir Axel Kristjánsson yfir á kontrabassa - <u>Eyþór</u> kemur inn í lok mánaðarins í veikindum Axels.</li> <li>Bandið fer um miðjan maí til Vestmannaeyja.</li> </ul> <hr /> <h4>1949 júní - 1949 nóvember</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna, söngur og harmonika, Guðmundur R. Einarsson - trommur, <u>Axel Kristjánsson</u> - kontrabassa (-), Gunnar Ormslev - tenór sax og söngur, <u>Ólafur Gaukur Þórhalsson</u> - gítar og söngur (-), Árni Elfar - píanó.</p> <ul> <li>Þessi uppstilling spilaði aðallega í Búðinni og er af mörgum talin sú besta sem Björn hafði þá stjórnað.</li> <li><u>Ólafur Gaukur</u> kemur í bandið bent úr stúdentsprófi á Akureyri þar sem hann hafði stjórnað Ó.G. kvartett. Síðar stofnaði Óli Ó.G. tríó með Stjána Magg og Halli Símonarsyni.</li> <li>Þegar <u>Axel</u> hættir fer hann að spila á Röðli.</li> </ul> <hr /> <h4>1949 nóvember - 1950 janúar</h4> <p>Björn R. Einarsson - harmonika, söngur og víbrafónn, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Gunnar Ormslev - tenór sax og söngur, <u>Haukur Morthens</u> - söngur, Árni Elfar - píanó.</p> <ul> <li>Um áramótin meiddist Björn á efri vör og varða að leggja básúnuleik af meðan hann jafnaði sig; æfði víbrafón á meðan.</li> </ul> <hr /> <h4>1950 janúar - 1950 apríl</h4> <p>Björn R. Einarsson - víbrafónn og harmonika, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Gunnar Ormslev - tenór sax og söngur, <u>Guðmundur Finnbjörnsson</u> - alt sax og fiðla, Haukur Morthens - söngur, Árni Elfar - píanó.</p> <ul> <li>Hér kemur <u>Guðmundur Finnbjörnsson</u> til liðs við sveitina, 27 ára Ísfirðngur. Þó ungur væri hafði Guðmundur blásið 1. trompet í Lúðrasveit Ísafjarðar; leikið með Baldri Kristjánssyni í Tjarnarkaffi; blásið tenór-sax og trompet með Jóhannesi Þorsteinssyni á Akureyri sumarið 1945 og leikið með Steinþóri Steingrímssyni í Mjólkurstöðinni.</li> </ul> <hr /> <h4>1950 apríl - 1950 október</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna og víbrafónn, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Gunnar Ormslev - tenór sax, Guðmundur Finnbjörnsson - alt sax og fiðla, Vilhjálmur Guðjónsson - alt sax, klarinett, <u>Jón Sigurðsson</u> - trompet, <u>Haukur Morthens</u> - söngur (-), Árni Elfar - píanó (<u>Magnús Pétursson</u> - píanó).</p> <ul> <li>Þetta er fyrsta sjö manna hljómsveit Björns R. Bandið fer um Norðurland 20. júní þar sem leikið er á 12 stöðum; eitthvað var splað á Austurlandi líka. Pétur rakari var fararstjóri.</li> <li>Hinn ungi Akureyringur <u>Jón Sigurðsson</u> trompet gengur þarna til liðs við Björn R., hafði vengið góða dóma sem spilar fyrir Norðan. Eftir að til Reykjavíkur kom fór Jón þó fljótlega að leika með hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar sem endurreysti sveit sína eftir um árs hlé. Vilhjálmur Guðjónsson gengur hér einnig til liðs við Bjössabandið.</li> <li>Á meðan hljómsveitin spilaði á Akureyri lék <u>Magnús Pétursson</u> á píanóið í stað Árna Elfar.</li> </ul> <hr /> <h4>1950 október - 1951 mars-apríl</h4> <p>Björn R. Einarsson - harmonika og söngur, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Gunnar Ormslev - tenór sax, Guðmundur Finnbjörnsson - alt sax, Vilhjálmur Guðjónsson - alt sax, klarinett, Jón Sigurðsson - trompet, <u>Jón Sigurðsson</u> - bassi, <u>Árni Elfar</u> - píanó (-).</p> <ul> <li><u>Árni Elfar</u> fer til Vestmannaeyja 10. mars til að spila í þrjár vikur með H.G. sextett; Árni ílentist í Eyjum í þrjú ár.</li> </ul> <hr /> <h4>1951 mars - 1951 maí</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna og söngur, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Gunnar Ormslev - tenór sax, <u>Guðmundur Finnbjörnsson</u> - alt sax (-), Vilhjálmur Guðjónsson - alt sax, klarinett, Jón Sigurðsson - trompet, Jón Sigurðsson - bassi, <u>Magnús Pétursson</u> - píanó.</p> <ul> <li><u>Magnús Pétursson</u> sest hér við píanóið í stað Árni Elfar sem ílenst hafði í Vestmannaeyjum. Þessi mannaskipan lék á jazztónleikum Jazzblaðsins. <u>Guðmundur Finnbjörnsson</u> hætti og fer til Svavars Gests.</li> </ul> <hr /> <h4>1951 maí - 1951 október</h4> <p>Björn R. Einarsson - básúna, Guðmundur R. Einarsson - trommur, Gunnar Ormslev - tenór sax, Vilhjálmur Guðjónsson - alt sax, Jón Sigurðsson - trompet, Gunnar Egilsson - klarinett, Jón Sigurðsson - bassi, Magnús Pétursson - píanó.</p> <ul> <li>Talið besta band sem heyrst hafði á Íslandi. Sveitin ferðaðist mikið; vestur á firði fyrri hluta timabilsisn og um Norður- og Austulands síðar.</li> </ul> <p align="right">Gert af Hreini Valdimarssyni 1988-2005 mest upp úr Jazzblaðinu 1948-1952. Haft til hliðsjónar í viðtölum við Björn R. Einarsson, Árna Elfar og Guðmund R. Einarsson 1990.</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Axel Kristjánsson Gítarleikari 1945-11 1949-06
Axel Kristjánsson Bassaleikari 1949-06 1949-11
Árni Björnsson Píanóleikari 194611 1957-04/05
Árni Elvar Píanóleikari 1947-12 1951-03
Árni Ísleifsson Píanóleikari 1945-11 1946-11
Björn R. Einarsson Söngvari , Harmonikuleikari , Básúnuleikari og Víbrafónleikari 1945-11 1951-10
Carl Billich Píanóleikari 1946-11 1957-04/05
Eyþór Þorláksson Gítarleikari 1949-01-07 1949-06
Guðmundur Finnbjörnsson Fiðluleikari og Saxófónleikari 1950-01 1951-05
Guðmundur R. Einarsson Trommuleikari 1945-11 1945-11
Guðmundur Vilbergsson Trompetleikari 1948-09-06 1949-01
Gunnar Egilson Klarínettuleikari 1954-11 1947-08
Gunnar Egilson Klarínettuleikari 1948-02-05 1948-09
Gunnar Ormslev Saxófónleikari 1947-08 1947-12
Gunnar Ormslev Saxófónleikari 1948-09-06 1951-11
Haraldur Guðmundsson Trompetleikari 1945-11 1947-09
Haukur Morthens Söngvari 1949-11 1950-10
Jón Sigurðsson Bassaleikari 1950-10 1951-10
Jón Sigurðsson Trompetleikari 1950-04 1951-10
Kristján Magnússon Píanóleikari 1947-10 1947-12
Magnús Pétursson Píanóleikari 1950-06-20 1950-07
Magnús Pétursson Píanóleikari 1951-03 1951-10
Ólafur Gaukur Þórhallsson Gítarleikari 1949-06 1949-11
Vilhjálmur Guðjónsson Klarínettuleikari og Saxófónleikari 1950-04 1951-10

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.08.2014