Sveitin var stofnuð á Flateyri 1968 af fjórum ungum drengjum sem voru þess fullvissir að heimurinn biði þeirra í eftirvæntingu. Þeir Kristján Jóhannesson, Árni Benediktsson, Sigmar Ólafsson og Eiríkur Mikkaelsson þreyttu frumraun sína á fundi hjá verkalýðsfélaginu Skyldi hvar Hendrik Tausen kynnti þá á svið. Á þessu sviði stóð hljómsveitin svo linnulítið í 20 ár.

Margir fullyrða að Æfing hafi verið kraftmesta ballhljómsveit sem vestfirðingar hafa átt og svo mikið er víst að stuð og stemning var helsta einkenni hljómsveitarinnar hvar sem hún kom. Alls hafa 13 strákar spilað með hljómsveitinni á þeim 45 árum sem liðin eru frá upphafinu. Auk Danna, Árna, Simma og Eika hafa komið á svið, Gulli Mikk, Ingólfur Björns Geislapabbi, Siggi Björns, Jón Ingiberg, Ásbjörn Björgvins, Rúnar Garðars, Kjartan Kristjáns, Sölvi Braga og nú síðast Halldór Páls landslagshönnuður.

Af FaceBook-síðu sveitarinnar

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.08.2016