Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar Danshljómsveit

Hljómsveitin er fyrst nefnd í Morgunblaðsauglýsingu 16. desember 1949: „Almennur dansleikur í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar… Fjórar hljómsveitir – einn söngvari: Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar, Hljómsveit Bjönrs R. Einarssonar, Hljómsveit Jónatans Ólafssonar, Be-bop tríó Gunnars Ormslev. Söngvari verður Haukur Morthens.“

Sveitin er síðast agulýst í Sigtúni 30. apríl 1967 – Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar; söngkona Didda Sveins.

1. nóvember 1948 - 1. mars 1949

... Hljómsveitin byrjaði að leika í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar um mánaðarmótin október-nóvember í fyrra [1948]. Skipun hennar var til að byrja með Eyþór Þorláksson guitar og stjórnandi, Hallur Símonarson bassi, Bragi Einarsson klarinet, Guðmundur Steingrímsson trommur og Magnús Pétursson píanó. Í desemberlok bættist Svavar Gests við með vibrafón og xylófón. Þessi skipun hélst fram til 1. marz, en þá hættu þeir Eyþór og Guðmundur, en þá fór Svavar yfir á trommur og þeir Ólafur Pétursson tenór-saxafón leikari og Guðmundur Vilbergsson trompetleikari, bættust við, og þannig var hljómsveitin fram á vor, en þá var húsinu lokað eins og ætíð á sumrin og fóru mennirnir þá í sín hvora áttina.

Hvað hljómsveit Eyþórs viðvék, þá vakti hún allmikla athygli fyrir hina sérstæðu, og áður óþekktu hér, hljóðfæraskipun sína. Þetta var fyrsta hljómsveitin hér í hópi hinna stærri, sem ekki var skipuð trompet eða saxafónum, og átti það sérstaklega vel við í þessu húsi, því glymjandi er mjög mikill í salnum, jafnvel svo að fólk á innstu borðunum varð að taka fyrir eyrun þegar hin háværari hljóðfæri léku, eins og veturna á undan ...

Jazzblaðið. 1. september 1949, bls. 21.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Bragi Einarsson Klarínettuleikari 1948-11-01 1950
Eyþór Þorláksson Gítarleikari 1948-11-01 1967-04-30
Guðmundur Steingrímsson Trommuleikari 1948-11-01 1949-03-01
Guðmundur Steingrímsson Trommuleikari 1949-12-16 1950
Hallur Símonarson Bassaleikari 1948-11-01 1949-03-01
Magnús Pétursson Píanóleikari 1948-11-01
Sigurbjörg Sveinsdóttir Söngkona 1967 1967
Sigurður Þ. Guðmundsson Píanóleikari
Svavar Gests Víbrafónleikari 1948-11 1949-03-01
Sverrir Garðarsson Trommuleikari 1966
Sverrir Sveinsson Bassaleikari 1966
Trausti Thorberg Bassaleikari 1961

Skjöl

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.06.2014