Lúðrasveit Reykjavíkur Lúðrasveit

<p>Lúðrasveit Reykjavíkur (LR) var formlega stofnuð 7. júlí 1922 með sameiningu Lúðrafélagsins Hörpu (stofnað 16. maí 1910) og Lúðrafélagsins Gígju (stofnað 29. maí 1915) sem áður hét Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur (stofnað 26. mars 1876). Fyrsti stjórnandi LR var Otto Böttcher, þýskur hornleikari sem fenginn hafði verið hingað til lands af Jóni Leifs.</p> <p>Lúðrasveitin hefur síðan 1922 átt höfuðstöðvar í Hljómskálanum, sem er staðsettur við Tjörnina í Reykjavík og Hljómskálagarðurinn heitir eftir, en það hús var byggt sérstaklega fyrir sveitina (upphaflega ætlað Lúðrafélaginu Hörpu).</p> <p>Upphaflega voru aðeins fullorðnir karlmenn í sveitinni, en með tímanum hefur yngra fólk bæst í hópinn, ásamt því sem konur eiga nú fastan sess í sveitinni.</p> <p>Núverandi stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson [frá 1993], sem einnig stjórnar Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, en upp úr þeirri sveit hafa flestir af yngstu spilurum LR komið undanfarin nokkur ár. Sveitin heldur yfirleitt þrenna eða ferna tónleika á vetri, flesta í Reykjavík, en stundum á öðrum stöðum á landinu. Á þessum tónleikum er gjarnan leikin djasstónlist, þjóðlagatónlist, kvikmyndatónlist, eða dægurlagaútsetningar, en einnig kemur klassísk tónlist fyrir. Á sumrin er spilað við ýmis tækifæri, oft úti og þá gjarnan marserað við ættjarðarlög eða bandaríska marsa.</p> <p align="right">Byggt á Wikipeida-síðu um LR (10. september 2015)</p> [Helgi Svavarsson stjórnandi 1992-1994; Jóhann Imgólfsson 1995-]

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Albert Klahn Stjórnandi 1936 1949
Björn Ásgeir Guðjónsson Trompetleikari 1943 1971
Björn R. Einarsson Stjórnandi 1975 1976
Edward Frederiksen Stjórnandi 1987 1988
Eiríkur Stephensen Stjórnandi 1988 1992
Eyjólfur Melsted Stjórnandi 1977 1979
Guðmundur Norðdahl Stjórnandi 1994 1995
Gunnar Bernburg Trompetleikari
Gunnar Egilson Klarínettuleikari 1957 1960
Jón Sigurðsson Trompetleikari 1949 1960
Karl Ottó Runólfsson Trompetleikari 1922
Lárus Halldór Grímsson Stjórnandi 1993
Oddur Björnsson Stjórnandi 1980 1982
Oddur Björnsson Stjórnandi 1987 1988
Otto Böttcher Tónlistarkennari , Stjórnandi og Hljóðfæraleikari 1922 30.03.1924
Páll Ísólfsson Stjórnandi 1924 1936
Páll Pampichler Pálsson Stjórnandi 1949 1975
Róbert Darling Stjórnandi 1986 1987
Skapti Ólafsson Slagverksleikari 1949 1956
Stefán Þ. Stephensen Stjórnandi 1984 1986

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.08.2018