Menningin

Unglingaveit sem starfaði 1967. Lék á nokkrum skólaböllum í Miðbæjarskólanum. Meðlimir voru: Bragi Björnsson – bassi (síðar í Gaddavír), Ragnar Gíslason – gítar (síðar í Trix og Randver), Stefán Andrésson – gítar (síðar í Trix), Guðmundur Erlendsson – söngur og Ásgeir Óskarsson - trommur.

Haft er eftir Braga Björnssyni að sveitin hafi hætt þegar Stefán og Ragnar gengu í Trix. Bragi, Guðmundur og Ásgeir hafi haldið áfram áfram um hríð með Gunnari Hermannssyni sem gítarleikara, en samstarfið flosnað endanlega upp þegar Gunnar og Ásgeir fóru í Scream ásamt Júlíusi Agnarssyni.

Af vefnum Music all Over the World

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ásgeir Óskarsson Trommuleikari 1967 1968
Bragi Björnsson Bassaleikari 1967 1968
Guðmundur Erlendsson Söngvari 1967 1968
Gunnar Hermannsson Gítarleikari 1968-05 1968
Ragnar Gíslason Gítarleikari 1967 1968-05
Stefán Andrésson Gítarleikari 1967 1968-05

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.06.2016