Nykur Rokksveit

Rokkhljómsveitin Nykur var stofnuð árið 2013. Hana skipa: Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas) söngur og gítar, Guðmundur Jónsson (Sálin hans Jóns míns) gítar og bakraddir, Birgir Jónsson (Dimma) trommur og Jón Ómar Erlingsson (Sóldögg) á bassa.

En forsaga hljómsveitarinnar hefst snemma árið áður, er Davíð og Guðmundur voru saman í ábreiðubandinu Trums, ásamt Richard Scobie, Guðmundi Gunnlaugssyni og Pétri Kolbeinssyni. Trums spilaði sígilt rokk frá áttunda áratugnum en líftími bandsins var stuttur enda tjaldað til fárra nátta. Guðmundur og Davíð náðu hins vegar vel saman enda höfðu þeir unnið áður við tónlistarsköpun, er Guðmundur stjórnaði í byrjun 10. áratugsins, upptökum hljómsveitinnar Dos Pilas sem Davíð var meðlimur í.

Er þeir félagar höfðu endurnýjað kunningsskapinn, ákváðu þeir að taka hlutina alvarlega og prófa að semja saman tónlist í þessu sígilda rokkþeli. Sumarið 2012, í júlí mánuði, byrjuðu þeir félagar að hittast einu sinni í viku í gömlum skúr er Davíð hafði til umráða. Stilltu þeir upp tveimur Marshall stæðum og míkrafónum andspænis hvorum öðrum og hækkuðu allt í ellefu. Gamlir rokkfrasar og laglínur er höfðu legið óbættar hjá garði og líka nýjar hugmyndir, fengu að leika lausum hala í þungu skúrloftinu og festust fljótt á blað eða í huga. Er uppi var staðið, höfðu þeir samið rúmlega tíu frambærilegar lagahugmyndir eftir mánaðatörn...

Af FaceBook-síðu sveitarinnar (29. apríl 2016)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Birgir Jónsson Trommuleikari 2012-07
Davíð Þór Hlinason Söngvari og Gítarleikari 2012-07
Guðmundur Jónsson Gítarleikari og Lagahöfundur 2012-07
Jón Ómar Erlingsson Bassaleikari 2012-07

Tengt efni á öðrum vefjum