Hljómsveitin Papar var stofnuð í Vestmannaeyjum árið 1986 af þeim Páli Eyjólfssyni, Georg Ólafssyni og Hermanni Inga Hermannssyni en Vignir Ólafsson bættist við 1988 og sama ár flutti hljómsveitin starfsemi sína til Reykjavíkur.

Sérstaða Papanna kom fljótlega í ljós og féll þjóðlagatónlistin gestum öldurhúsa vel í geð. Á árunum 1988–1992 var sveitin aðallega spilandi á pöbbum landsins og jukust vinsældir hennar ár frá ári. Árið 1991 ákvað einn forsprakki Papanna, Hermann Ingi Hermannson, að draga sig út úr samstarfinu. Árið eftir urðu vatnaskil á ferli hljómsveitarinnar því þá gengu til liðs við sveitina 2 nýjir meðlimir, James Olsen trommuleikari og Ingvar Jónsson söngvari.

Dan Cassidy fiðlugúrú var svo fljótlega eftir inngöngu þeirra tveggja farinn að sjást æ oftar á sviði með Pöpunum og árið 1995 var hann fastráðinn í bandið. Paparnir hafa fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta ballhljómsveit landsins og þeir láta sjá sig reglulega um land allt. Tvær breytingar hafa orðið frá 1995 uppstillingunni. Eysteinn Eysteinsson tók sæti James og í mai 2000 gekk Matthías Matthíasson til liðs við Papana í stað Ingvars.

Af tonlist.is

Meðlimir:

  • Bergsveinn Arilíusson - söngur
  • Dan Cassidy - fiðla
  • Palli Eyjólfs - hljómborð og harmonikka
  • Eysteinn - trommur
  • Gunnlaugur Helgason - bassi

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Matthías Stefánsson Gítarleikari og Baníóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.08.2019