Kúbus Hljómsveit

Stofnmeðlimir KÚBUS eru Grímur Helgason, klarínett, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanó, Ingrid Karlsdóttir, fiðla, Júlía Mogensen, selló og Melkorka Ólafsdóttir, flauta.

KÚBUS er tónlistarhópur stofnaður 2013 sem hélt sína fyrstu tónleika fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói í september 2013. KÚBUS hefur það að markmiði að starfa sem opinn tónlistarhópur með það í huga að fá til liðs við sig listamenn úr öllum áttum í allskyns tilraunir. Ætlunin er að ná til nýrra áheyrenda, rjúfa múrinn milli áheyrandans og flytjandans.

KÚBUS fékk listamannalaun fyrir hópinn í 15 mánuði og hefur sett upp metnaðarfullt og spennandi prógramm næsta árið í samstarfi við vídjólistamenn, poppara, tónskáld, leikstjóra og myndlistarmenn.

Af vefsíðu Kúbus (8. janúar 2014).

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Grímur Helgason Klarínettuleikari 2013
Guðrún Dalía Salómonsdóttir Píanóleikari 2013
Melkorka Ólafsdóttir Flautuleikari 2013

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.10.2015