Stuðmenn Rokksveit
<p>Stuðmenn er íslensk rokkhljómsveit stofnuð árið 1970 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fyrsta smáskífa sveitarinnar, Honey, will you marry me?, kom þó ekki út fyrr en árið 1974. Upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar voru Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson, Gylfi Kristinsson og Ragnar Danielsen. Stuðmenn tóku upp Sumar á Sýrlandi sem kom út sumarið 1975 og sló rækilega í gegn. Þá höfðu gengið til liðs við sveitina þeir Tómas Tómasson, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla. Platan var sett upp sem hálfgildings konseptplata sem lýsti á gamansaman hátt þróun skemmtanamenningar Íslendinga úr brennivínsmenningu í hippamenningu. Ári síðar fylgdu þeir henni eftir með Tívolí sem var meira hreinræktað og pólitískt konseptverk og varð líka gríðarvinsæl. Þá hafði Þórður Árnason gítarleikari gengið til liðs við Stuðmenn. 1978 stofnuðu Egill, Tómas, Ásgeir Óskarsson og Þórður Árnason framúrstefnurokksveitina Þursaflokkinn sem gaf út fjórar hljómplötur á næstu fjórum árum. Valgeir hélt til Noregs í nám og Jakob var búsettur í London og síðar Los Angeles þar sem hann hljóðritaði nokkrar sólóplötur , m.a. fyrir Warner Brothers, Capitol og Golden Boy, sem hann fylgdi eftir með tónleikaferðum auk þess að hljóðrita og leika á tónleikum með hljómsveit Long John Baldry, Kevin Ayers o.fl...</p>
<p align="right">Af Wikipedia-síðu um Stuðmenn (5. mars 2015)</p>
Meðlimir
Nafn | Staða | Frá | Til | |
---|---|---|---|---|
![]() |
Ásgeir Óskarsson | Trommuleikari | 1981 | |
![]() |
Egill Ólafsson | Söngvari | ||
![]() |
Eyþór Gunnarsson | |||
![]() |
Jakob Frímann Magnússon | Lagahöfundur og Hljómborðsleikari | 1970 | |
![]() |
Ragnhildur Gísladóttir | Söngkona | ||
![]() |
Tómas Magnús Tómasson | Bassaleikari | 1975 | 23.01.2018 |
![]() |
Valgeir Guðjónsson | Söngvari , Gítarleikari og Lagahöfundur | 1970 | |
![]() |
Þórður Árnason | Gítarleikari |
Skjöl
Djasssígarettur og Bíbop pillur. Fréttatíminn. 8.-10. maí 2015, bls. 44. | Skjal/pdf | |
![]() |
Stuðmenn 2012 | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.09.2015